is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22944

Titill: 
  • Streita í starfi leikskólastjóra : „maður dettur ekki í draumalandið þegar maður leggst á koddann“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur hugtakið streita hlotið sífellt meiri athygli og rannsóknir meðal annars beinst að störfum stjórnenda skólastofnana. Hugtakið hefur verið skilgreint á þá leið að aðstæður tiltekins einstaklings reynist honum ofviða, sem hefur þar með áhrif á heilsu hans og velferð, bæði líkamlega og andlega (Brey og Clark, 2012). Í þessari ritgerð verður greint frá niðurstöðum rannsóknar á því hvort leikskólastjórar finna fyrir streitu í starfi og hvernig hún birtist. Athugað var hvaða þættir í störfum leikskólastjóra leiða helst til streitu og hvaða leiðir leikskólastjórar fara til að draga úr streitu þegar hún er til staðar. Einnig var kannað hvort leikskólastjórar hafa upplifað kulnun í starfi í kjölfar streitu. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og tekin voru viðtöl við átta leikskólastjóra á Stór-Reykjavíkursvæðinu í misstórum leikskólum. Leikskólarnir voru ýmist reknir af sveitarfélagi eða einkareknir.
    Í niðurstöðum kemur fram að allir viðmælendur hafa á einhverjum tímapunkti upplifað streitu í starfi. Streitan er mismikil eftir dögum eða tímabilum og einkenni hennar margvísleg. Vissir þættir í starfi leikskólastjóra virðast leiða til streitu. Mikil orka fer til dæmis í starfsmannamál. Einnig koma upp ýmsar tegundir ágreinings og samskiptavanda meðal samstarfsfólks. Daglegt áreiti, skrifræðisverkefni, undirmönnun og starfsmannavelta eru einnig áhrifaþættir. Viðmælendum var samsetning starfsmannahópsins hugleikin og töldu að fleiri leikskólakennara og annað fagfólk vanti til starfa. Nokkrir viðmælenda höfðu upplifað kulnun í starfi en flestir höfðu einhvern tíma velt því fyrir sér hvers vegna þeir hefðu valið sér þessa braut. Fjölmargar ólíkar leiðir voru nefndar til þess að draga úr streitu. Flestir viðmælendur voru sammála um að það að dreifa verkefnum hefði góð áhrif.
    Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á starfi leikskólastjóra og þá sérstaklega með tilliti til streitu. Helstu ályktanir sem draga má af niðurstöðum þessarar rannsóknar er að starfsmannamál virðast hafa mikil áhrif á leikskólastjóra. Brýnt er að gera frekari rannsóknir á mannauði leikskólanna, samsetningu starfsmannahópa og því hvernig styðja megi enn frekar við leikskólastjóra svo að þeir nái að takast sem best á við starf sitt.  

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Streita í starfi leikskólastjóra.pdf777.69 kBOpinnPDFSkoða/Opna