is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22948

Titill: 
  • „Það er ákveðin hamingja í þessu“ : upplifun og reynsla barna af hundum sem gæludýrum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á tengslum barna og gæludýra og hvaða lærdóm eða persónubundna ávinning börn geta öðlast af umgengni við þau. Þetta var gert með því að skoða þætti í samskiptum barna og hunda. Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum. Annars vegar voru tekin viðtöl við tíu börn á aldrinum tólf til sextán ára sem voru með hunda á heimilum sínum og hins vegar fjóra aðila sem hafa faglega þekkingu á hundahaldi. Niðurstöður leiddu í ljós að börnin upplifa hundana sem góða vini sem eru til staðar og veita þeim félagsskap. Tilfinningatengsl barnanna við hundana voru oft sterk og var snerting við þá börnunum mikilvæg. Börnin töluðu um hundana sem hluta af fjölskyldunni og var samvera foreldra og barna töluverð vegna hirðingar og þjálfunar þeirra. Börnin sýndu ábyrgð í hundahaldinu og settu sig í spor hundanna. Algengt var að börnin færu með hundana á námskeið sem veitti þeim dýpri þekkingu á eðli og atferli hundanna en þau öðluðust af umgengni við þá einni saman. Af jákvæðri upplifun barnanna af hundahaldi og máli fagfólks má ætla að grundvöllur sé fyrir fjölbreyttara félags- eða frístundastarfi fyrir börn þar sem hundar koma við sögu. Draga má þá ályktun að samskipti við hunda geti aukið tilfinninga-, félags- og vitsmunaþroska barna. Það getur verið mikilvægt innlegg í rannsóknir á sviði uppeldis, menntunar og þroska barna. Niðurstöðurnar ættu einnig að nýtast hundaeigendum, fagfólki tengdu hundahaldi og geta stuðlað að aukinni dýravelferð og bættu hundahaldi.

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni AJ.pdf889.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna