is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22954

Titill: 
  • Rafrænt textíltorg : hugmyndabanki í textílmennt.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið felst í rannsókn á þörfum textílkennara fyrir samstarfsvettvang og hönnun frumgerðar rafrænnar vefsíðu á MenntaMiðju, Textíltorgi þar sem textílkennarar geta haft samskipti um nám og kennslu og safnað saman efni sem tengist vinnu þeirra. Þar má nefna kennsluverkefni, hlekki á kveikjur, ítarefni og verslanir með efni tengdu faggreininni. Torgið á að auka samstarf og starfsþróun kennara. Rannsóknin felst í að kanna hvaða tilgangur, inntak og form henti veftorginu og hvers konar þarfir og aðgengi megi skilgreina fyrir þennan hóp.
    Í rannsókninni var rætt við sex textílkennara og fjóra textílkennaranema, í tveim rýnihópaviðtölum, annað viðtalið var tekið á höfuðborgarsvæðinu og hitt var tekið á landsbyggðinni, viðtölin voru bæði tekin í janúar 2015.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að viðmælendunum fannst vera þörf á rafrænni síðu sem eflir samstarf þeirra á milli og stuðlar að starfsþróun með annars vegar hugmyndabanka og hins vegar upplýsingum sem snúa að starfinu. Auk þess sem hóparnir voru sammála um uppsetningu síðunnar og fleiri þætti sem tengjast hönnun hennar. Einnig komu þeir með hugmyndir tengdar verkefnum fyrir nemendur.
    Með textíltorgi á MenntaMiðju á fjölbreytni verkefna að aukast og þau eiga að verða aðgengilegri fyrir kennara. Gagnabankinn er hugsaður sem þróunarverkefni þar sem hægt er að taka við verkefnum frá öðrum svo hann verði í áframhaldandi vexti. Á torginu eiga að vera til staðar þau gögn sem kennarar styðjast við í kennslu og við undirbúning á henni.

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.M.Ed.abk10.pdf1 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna