is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22965

Titill: 
  • Birtingarmynd sköpunar í starfi umsjónarkennara yngri barna í grunnskólum
  • Titill er á ensku Primary School Teachers Approach to Creative Practices within the Classroom
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi meistaraprófsritgerð er um niðurstöður eigindlegrar rannsóknar og í henni er skoðað hvernig umsjónarkennarar yngri barna í grunnskólum skilgreina og vinna með sköpun í sinni daglegu kennslu. Árið 2011 voru sameiginlegir grunnþættir menntunar kunngerðir í aðalnámskrám grunn-, leik- og framhaldsskóla. Grunnþættirnir eru sex talsins og er sköpun einn þeirra ásamt læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði, mannréttindum og jafnrétti. Grunnþáttunum er ætlað að vera leiðarljós í gegnum allt nám sem fer fram í skólunum.
    Megintilgangur og markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig umsjónarkennarar vinna með sköpun með nemendum og hvort þeir upplifi einhverja breytingu á störfum sínum eftir innleiðingu grunnþáttanna og var meðal annars kannað hvernig kennararnir teldu sig geta ýtt undir sköpun hjá nemendum sínum.
    Í rannsókninni er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða skilning leggur umsjónarkennari í hugtakið sköpun og sitt hlutverk í innleiðingu hennar? Hvaða áhrif hefur innleiðing grunnþáttarins sköpun á daglegt starf umsjónarkennara í skólastarfi og hvernig vinnur umsjónar-kennari á yngsta stigi með sköpun í sínu daglega starfi?
    Rannsóknin var unnin á vorönn 2015 og voru tekin viðtöl við sex umsjónarkennara yngri barna úr þremur grunnskólum á höfuðborgar-svæðinu. Þátttakendur rannsóknarinnar voru allt konur á aldrinum 40−52 ára með starfsreynslu sem spannaði 9 til 19 ár.
    Helstu niðurstöður eru þær að kennararnir sem tóku þátt í rannsókninni töldu áherslur í kennslu ekki hafa breyst þrátt fyrir að í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla (2011) væri mikil áhersla lögð á sköpun. Ætla má að sú skapandi vinna sem fer fram á yngsta stigi grunnskólanna sé orðin eins og meitluð í stein. Nemendur á þessu námsstigi hafa mikla sköpunarþörf og hafa kennarar lengi reynt að mæta þeirri þörf eftir fremsta megni.

  • Útdráttur er á ensku

    This master´s thesis is a qualitative study into how primary teachers define and approach creative practices within the classroom. In the new national curriculum which was published in 2011, creativity was made one of six Fundamental pillars meant to improve and be a guiding light throughout the education. These six pillars apply througout the curricula of the Icelandic educational system. The other pillars are literacy, sustainability, health and welfare, democracy and human rights, and equality.
    The main purpose of this reasearch was to gain insight into how primary school teachers work with their students in a creative way and to see if they experience any changes after creativity was made one of the pillars of education. Among the things that were looked into was how the teachers could encourage creativity in the classroom.
    The study was based on the following reasearch questions: how do teachers understand the concept of creativity and what is their role in the implementation of creativity in the classroom? What influence has the implementation had on their daily work and how does the primary school teacher approach the creative practices within the classroom? The reasearch was carried out in spring 2015 and interviews were done with six primary teachers from three elementary schools in the Capital area. The participants were all women, aged 40−52 with teaching experience ranging from 9 to 19 years.
    The results of this research show that the teachers who took part considered that the emphasis in teaching have not changed despite more attention to creativity in the new curriculum. That could indicate that working with young children in a creative way has been a tradition for a long time. Children are by nature creative and teachers do their best to accommodate their creativity.

Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd-ritgerð Elvu Bjarkar PDF.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna