is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22971

Titill: 
  • Tónlistarval í 8.-10. bekk : samstarfsverkefni grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akranesi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi beinist að tónlistarvali grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akranesi. Tónlistarvalið byrjaði sem þróunarverkefni árið 2011 en er nú orðið að formlegri námsbraut í þátttökuskólunum. Í tónlistarvali er mikil áhersla lögð á fjölbreyttar námsaðferðir þar sem óformlegt nám er í hávegum haft. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tónlistarvalið í því skyni að bæta innviði þess auk þess að bera það saman við hefðbundið nám í tónlistarskólanum á Akranesi.
    Í ritgerðinni má finna kynningu á þátttökuskólunum auk þess sem gerð er grein fyrir hvernig tónlistarvalið er byggt upp og hvaða kennslufræðilegum hugmyndum það byggir á. Er þar meðal annars fjallað um rannsóknir sem lúta að formlegum og óformlegum námsaðferðum, BoomTown Education hugmyndafræðina, mun á milli kynjanna er kemur að námi, spuna í tónlist, tölvu- og videóleiki í tónlistarnámi og nemendamiðað nám. Að því loknu er gerð grein fyrir rannsóknaraðferðum. Rannsóknin byggir síðan á viðtölum við tvo nemendur sem báðir hafa stundað nám í tónlistarvalinu og tónlistarskólanum á Akranesi. Markmiðið var að kanna hvaða kosti og galla þeir sæju við bæði tónlistarvalið og kennsluna í tónlistarskólanum. Í niðurstöðum kemur fram að viðmælendur telja tónlistarvalið henta mun betur fyrir byrjendur í tónlistarnámi og þá ekki síst unglinga. Það kemur einnig fram að ef nemendur vilji ná lengra í tónlistarnámi þurfi þeir að fara í hefðbundið formlegt tónlistarnám. Enn fremur er niðurstaðan sú að nemendur kunna vel að meta aukin tækifæri til samspils og sköpunar í tónlistarvalinu auk þess að hafa tækifæri til að prófa fleiri hljóðfæri sem er flóknara ef þeir eru í hefðbundnu tónlistarnámi. Niðurstaðan er einnig sú að við ættum að skoða vel hinar fjölbreyttu námsaðferðir sem eru í boði, þá ekki síst einstaklingsmiðun.

Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tónlistarval í 8.-10.bekk_Med_Flosi Einarsson.pdf726.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna