is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22978

Titill: 
  • Samstarf sérkennara og umsjónarkennara í almennum grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu er rannsóknarspurningin: Hvernig er samstarfi sérkennara og umsjónarkennara háttað í almennum grunnskóla?
    Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn. Þátttakendurnir eru sex úr tveimur þátttökuskólum, Sérkennari og tveir umsjónakennarar úr hvorum skólanum sem kenna sama nemanda eða nemendum á miðstigi. Gagnaöflun fór fram með hálfstöðluðum viðtölum sem voru hljóðrituð, síðar skrifuð upp og kóðuð. Þátttakendur héldu dagbók um samstarf sitt í tvær vikur og einnig voru gerðar vettvangsathuganir. Þannig söfnuðust fjölbreytt gögn sem ættu að gera mér sem rannsakanda kleift að fá yfirsýn yfir hvernig samstarfi þessara tveggja fagaðila í menntun barna er háttað.
    Niðustöður benda til að þátttakendur telja samstarf samstarf sitt vera almennt gott. Samstarf þeirra fer eftir hverjar þarfi nemendanna eru hverju sinni. Þátttakendur töldu sig vinna saman eftir þeirri getu sem skólaumhverfið gefur þeim. Allt samstarf miðast að hver þörfin hjá nemendunum er. Fundir milli sérkennara og umsjónarkennara eru ekki reglulegir en vegna stuttra boðleiða í skólaumhverfinu telja þeir samstarfið ganga upp án þess að funda reglulega. Allir kennarar eru ólíkir einstaklingar en með sameiginlegu markmiði, sem er samstarf þeirra á milli, ná þeir að vinna saman. Skóli án aðgreiningar var til umræðu í rannsókninni en misjafnar skoðanir þátttakenda komu í ljós. Oft var nefnt að menntastefnan skóli án aðgreiningar væri ekki framkvæmd í skólunum. Allar bjargir og úrræði væru ekki til staðar í skólunum til að skóli án aðgreiningar væri raunveruleiki.

Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hronn_Gardarsdottir Lokaútgáfa.pdf2.12 MBLokaður til...04.05.2037HeildartextiPDF