is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22979

Titill: 
  • „Allir geta eitthvað enginn getur allt“ : birtingarmyndir fötlunar í barnabókum og notkun þeirra í skólastarfi
  • Titill er á ensku „Everyone can do something, no one can do everything„ : how disability is presented in children´s literature and used in schools
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni er fjallað um birtingarmyndir fötlunar í barnabókum og hvernig nýta megi barnabækur til að vinna gegn fordómum í garð fatlaðra. Barnabækur gegna mikilvægu hlutverki í uppeldi barna og í gegnum bækurnar geta þau lært og upplifað margs konar hluti. Mikilvægt er að skoða bækur sem koma út fyrir börn og gera sér grein fyrir því hvernig fötlun birtist í bókunum og einnig hvernig við getum nýtt þær betur og unnið með í grunnskólum til að draga úr fordómum.
    Rannsóknin byggir á textagreiningu á nokkrum barnabókum sem fjalla á einhvern hátt um fötlun og var gagna aflað með því að skoða Bókatíðindi frá árunum 2003-2014. Bækurnar eru allar myndskreyttar, eru bæði eftir innlenda og erlenda höfunda og gefnar út af almennum bókaforlögum. Bækurnar voru inntaksgreindar með gleraugum fötlunarfræðanna þar sem skoðað var hvort birtingarmyndir fötlunarinnar birtist út frá læknisfræðilegu eða félagslegu sjónarhorni á fötlun.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að bæði sjónarhornin koma fram í meirihluta bókanna. Börn fá því misvísandi skilaboð um fötlun úr bókunum. Fötlunin birtist gjarnan á þann hátt að viðkomandi er ólánsamt fórnarlamb sem þarf mikla umönnun og aðstoð og lögð er áhersla á að reyna að lækna viðkomandi. Jafnframt að viðkomandi er mikil hetja sem getur framkvæmt ótrúlegustu hluti sem fáir hafa möguleika á að gera. Þrátt fyrir að birtingarmyndir fötlunar sé ekki sýnd á sem jákvæðastan hátt er hægt að nýta bækurnar til þess að auka skilning barna á því hvað fötlun er.
    Barnabækur er hægt að nýta þær á margvíslegan hátt í skólastarfi. Barnabækur sem fjalla um fötlun þurfa að vera þannig gerðar að þær auki skilning allra barna á því hvað það er að vera með fötlun. Þær þurfa einnig að gefa hugmyndir að umræðuefni, þannig að börnum sé kennt að allir geti eitthvað en enginn getur allt. Í lok ritgerðarinnar eru settar fram hugmyndir að verkefnum sem hægt er að nota við lestur bókanna sem skoðaðar voru í þessari rannsókn.

Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_Jonina.pdf868.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna