is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22986

Titill: 
  • Þekking kennara skiptir máli : hver er þekking yngri barna kennara á lesblindu, hvaðan kemur sú þekking og hvernig nýta þeir þá þekkingu í starfi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lestur er undirstaða alls náms og að ná góðum tökum á lestri snemma á grunnskólagöngunni eykur líkur á því að nemendum muni ganga vel í öllu námi. En það eru ekki allir það heppnir að ná góðum tökum á lestri. Þegar kennari tekur á móti bekk í fyrsta skiptið þá er mjög líklegt að einhver nemandi bekkjarins eigi eftir að eiga erfitt með lestur. Tíðni lesblindu á Norðurlöndunum er um 10% þannig að það má draga þá ályktun að kringum 10% nemenda í nemendahópnum séu lesblind og munu mjög líklega eiga í erfiðleikum með að ná lestrinum (Rósa Eggertsdóttir og Þóra Björk Jónsdóttir, 2006). Kennarar sem kenna yngri börnum þurfa að hafa þekkingu á þeim erfiðleikum sem geta komið upp. Snemmtæk íhlutun er mikið í umræðunni núna, þ.e. að ef nemandi á í erfiðleikum með lestur á hann að fá hjálp strax við upphaf lestrarnámsins en ekki bíða með það þar til hann er orðinn það stór að hann átti sig sjálfur á því og fari að líða illa yfir því, einnig til þess að leggja góðan grunn til áframhaldandi náms. Því skiptir þekking kennarans miklu máli svo að hann geti greint vandann strax í byrjun þannig að hægt sé að veita nemandanum þá aðstoð sem hann þarf. Þetta er einnig mikilvægt í ljósi þess markmiðs sem sett er fram í Aðalnámskrá grunnskólanna (2011) um að nemendur eigi að fá nám við hæfi.
    Í þessari rannsókn voru tekin rýnihópaviðtöl við kennara úr fjórum grunnskólum í Reykjanesbæ. Viðtölin voru tekin árið 2015. Viðtölin voru tekin þess að skoða hver þekking kennara væri á lesblindu og hvaðan sú þekking væri fengin. Í rannsókninni var einnig kannað hvað skólarnir eru að gera fyrir nemendur sem grunur leikur á að geti verið lesblindir.
    Niðurstöðurnar eru þær að þekking kennara á lesblindu er lítil sem engin fyrir og eftir kennaranám, en að hún eykst með reynslunni. Kennarar afla sér sjálfir þekkingar á netinu og hjá samstarfsfólki sínu þegar upp koma mál hjá þeim í nemendahópnum. Það er misjafnt eftir skólum hvernig er unnið með nemendum sem eiga erfitt með lestur og grunur leikur á um lesblindu. Sumir skólar eru með sérkennara sem aðstoða nemendur þó að þeir séu ekki komnir með neinar greiningar í hendur. Aðrir reyna sitt besta með því að láta nemendur fá lesefni við sitt hæfi. Kennararnir voru sammála því að það mætti bæta kennaranámið og fræða kennaranema um lesblindu, þó ekki væri nema helstu einkenni og hvað þeir geti gert til að aðstoða nemendurna.

Samþykkt: 
  • 22.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekking kennara skiptir máli.pdf661.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna