is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22990

Titill: 
  • „Það má alltaf gera betur og gott bæta“ : rannsókn á notkun kennara í samfélagsgreinum á útgefnu námsefni
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi rannsókn er unnin til að leita frekari þekkingar og viðhorfa þegar kemur að námsefnisnotkun, viðbótum og takmörkunum kennara í samfélagsgreinum á útgefnu námsefni. Notast var við blandaða rannsóknaraðferð sem byggði á 15 viðtölum. Rannsóknarspurningin var eftirfarandi:
    Hvers vegna telur þú að kennarar séu að bæta við eða takmarka útgefið efni í samfélagsgreinum?
    Niðurstöðurnar eru þær að allir viðmælendur eru að bæta við það útgefna námsefni sem þeir hafa í höndunum. Hvatar viðmælenda voru mismunandi en allir áttu þeir það sameignlegt að vera til þess að koma til móts við nemendur.
    Út frá svörum sem fengust í rannsókninni má túlka það þannig að allir viðmælendur virðast hafa metnað og áhuga til að bæta kennslu sína og þar með endurskoða, bæta við eða takmarka það útgefna námsefni sem þeir notast við. Þeir telja að ástæðan fyrir því sé til þess að koma betur til móts við nemendur sem hafa sérþarfir, einstaklingsmiða kennslu sína og til að gera námsefnið og kennsluna skemmtilega.
    Það er von höfundar að rannsókn þessi gefi fordæmi fyrir frekari rannsóknum og veiti ákveðna innsýn í notkun kennara hérlendis á námsefni og rannsaki nánar þá hvata sem valda því að kennarar er sífellt að bæta við eða takmarka útgefið námsefni.

Samþykkt: 
  • 22.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Elinborg_Asdis_Arnadóttir.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna