is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23003

Titill: 
  • „Í áttina að draumnum“ : birtingarform þjónandi forystu í starfi skólastjóra í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fólst í því að skoða hvernig hugmyndafræði þjónandi forystu birtist í störfum skólastjóra í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin var eigindleg þar sem tekin voru hálf opin viðtöl við sex einstaklinga; skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, skrifstofustjóra og þrjá kennara.
    Margir fræðimenn hafa reynt að skilgreina einkenni þjónandi leiðtoga eftir skrifum Greenleaf, upphafsmanni hugmyndafræðinnar. Dierendonck skilgreindi sex þætti þjónandi forystu. Þeir eru efling/styrking starfsfólks (e. empowering and developing people), auðmýkt/hógværð (e. humility), trúverðugleiki/falsleysi (e. authenticity), gagnkvæm viðurkenning (e. interpersonal acceptance), skýr stefna (e. providing direction) og ráðsmennska/samfélagsleg ábyrgð (e. stewardship). Þessir þættir voru notaðir við mótun viðtalsramma rannsóknarinnar og greiningar gagna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við fyrri rannsóknarniðurstöður hérlendis. Skólastjórinn sýndi skýr einkenni nokkurra þátta þjónandi forystu samkvæmt skilgreiningu Dierendonck. Skýr sýn og ráðsmennska voru þeir þættir sem helst voru áberandi í starfi skólastjórans. Hins vegar eru nokkrir þættir sem fela í sér tækifæri fyrir skólastjórann til að bæta sig og styrkja en auðmýktin og gagnkvæm viðurkenning eru dæmi um þá.
    Fáar eigindlegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis. Eigindleg rannsókn á borð við þessa gefur rannsakanda tækifæri til að kafa dýpra í stjórnunarstíl skólastjóra en megindlegar rannsóknir gera. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna því ekki aðeins hvaða þættir þjónandi forystu birtast í stjórnunarstíl skólastjórans heldur einnig hvaða einkenni hvers þáttar eru sýnileg og stuðlar þessi rannsókn því að þekkingarþróun um þjónandi forystu hérlendis. Eigindlegar rannsóknir á borð við þessa hafa vissa veikleika en þeir snúa meðal annars að túlkun gagna sem getur verið vandasamt verk. Hér var því reynt að láta rödd viðmælenda heyrast til að draga úr þessum veikleika.
    Í framhaldinu væri gagnlegt að skoða nánar eitt eða nokkur einkenni þjónandi leiðtoga og kafa þá ennþá dýpra í þau með tilliti til þess hvernig þau birtast í störfum skólastjóra og hversu mikilvæg þau eru í skólastjórnun.

Samþykkt: 
  • 23.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristjana-Ósk-MEd-ritgerð.pdf975.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna