ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23009

Titill

"Ætli það sé ekki þess virði að við fáum aðeins að ráða hvað við lærum" : birtingarmynd lýðræðis í tveimur grunnskólum á Íslandi

Skilað
Júní 2015
Útdráttur

Eitt meginhlutverk grunnskólans er að búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) er ákvæði um að kenna eigi nemendum til lýðræðis í lýðræði. Segja má að ekki hafi verið miklar umræður um hver birtingarmynd þessa ákvæðis Aðalnámskrárinnar geti verið og því óljóst hver skilningur stjórnenda, kennara og nemenda er á lýðræði í skólastarfi. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna viðhorf kennara og stjórnenda til lýðræðis í skólastarfi og að hvaða leyti skólastarfið væri lýðræðislegt. Jafnframt var rætt við nemendur um hugmyndir þeirra og reynslu af lýðræði í skólastarfi. Rannsóknin var framkvæmd á vormisseri 2015 og voru tveir stjórnendur, fimm kennarar og alls 13 nemendur í tveimur grunnskólum fengnir til þátttöku. Báðir skólarnir leggja áherslu á lýðræði í skólastarfi samkvæmt heimasíðum þeirra. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og fór gagnasöfnun meðal annars fram með einstaklingsviðtölum, viðtölum við rýnihópa og vettvangsathugunum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós jákvæð viðhorf kennara og stjórnenda til lýðræðis í skólastarfi. Þeir líta svo á að skólarnir geti gert betur í að efla lýðræðislega starfshætti og telja að nemendur ættu að geta tekið þátt í fleiri ákvörðunum sem meðal annars tengjast námi þeirra. Svo virðist sem skilningur kennara á lýðræðislegu skólastarfi snúist að hluta um að nemendur geri það sem þeim sýnist í skólanum. Fram kom að fagleg umræða um lýðræðislega starfshætti meðal kennara í skólunum er hvorki algeng né markviss. Niðurstöður sýna að nemendur vilja hafa áhrif á nám og skólastarf og finnst skipta máli að hlustað sé á skoðanir þeirra og þeim fylgt eftir. Niðurstöður benda til nokkurs ósamræmis milli orða kennara og stjórnenda og þess sem kom fram í vettvangsathugunum. Draga má meðal annars þá lærdóma af niðurstöðum að styrkja þurfi fagþekkingu kennara á því hvað geti falist í lýðræðislegu skólastarfi vegna þess að kennarar gegna lykilhlutverki í að framfylgja markmiðum og hæfniviðmiðum Aðalnámskrár.

Samþykkt
24.9.2015


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Helga Helgadóttir.pdf957KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna