is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23013

Titill: 
  • Stöðvavinna í stærðfræðinámi : starfendarannsókn um stærðfræðinám og -kennslu
  • Titill er á ensku Mathematic work stations : action research on mathematic teaching and learning
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er starfendarannsókn þar sem markmiðið var að skoða hvernig skipulagning stöðvavinnu í stærðfræði og framkvæmd hennar hafði áhrif á þróun í starfi mínu sem kennari. Einnig skoðaði ég áhrif verkefnavals á stærðfræðinám nemenda minna og áhuga þeirra á náminu. Rannsóknin fór fram skólaárið 2014-2015 og var gerð tilraun með að skipuleggja og framkvæma þrjá hringi. Í stöðvavinnunni var nemendum skipt í tveggja til þriggja manna hópa og í hverjum stöðvahring voru fimm stöðvar. Ein stöðin var svokölluð kennarastöð þar sem ég vann verkefnið með nemendum og ræddi við þá um vinnu þeirra. Leitast var við að hafa verkefnin fjölbreytt því þannig taldi ég meiri líkur á því að nemendur nýttu sér mismunandi aðferðir við að leysa verkefnin og einnig myndi það ýta undir gleði og ánægju þeirra i vinnunni.
    Gögnum var safnað með hljóðupptökum, dagbókaskrifum og ljósmyndum auk annars sem tengdist verkefnunum. Við úrvinnslu ígrundaði ég og skoðaði gögnin sem ég hafði safnað og greindi þau með hliðsjón af viðmiðum um starfendarannsóknir og nám og þroska barna.
    Helstu niðurstöður eru þær að með þessu kennsluskipulagi tókst mér að auka fjölbreytni í kennslu minni og nemendur voru áhugasamir og þótti skemmtilegt að takast á við verkefnin. Megin ávinningur við að skipuleggja stærðfræðikennslu á stöðvum er að hafa tækifæri til að vinna náið verkefni með litlum hópi nemenda á einni stöð. Þar ræddi ég við nemendur um stærðfræði og kynntist þannig hugmyndum allra nemanda um þau viðfangsefni sem við fengumst við. Nemendur voru hvað ánægðastir með að vinna verkefni á stöðinni sem ég var á, meðal annars vegna þess að þar fengu allir tækifæri til að tjá sig og finna lausnir á verkefnum á sínum forsendum.
    Stöðvavinna í stærðfræði er að mínu mati gott kennsluskipulag og gefur nemendum tækifæri til að vera sjálfstæðir í námi sínu. Ég mun án efa halda þessari vinnu áfram og niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast mér við áframhaldandi undirbúning og skipulag á stöðvavinnu í stærðfræði. Það er von mín að niðurstöðurnar muni gagnast öðrum kennurum sem hyggjast nota sams konar kennsluskipulag.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis, which is an action research, was to examine what effects it would have, by planning and executing mathematics work stations on the development in my role as a teacher. I also examined what effects the assignments had on the children´s learning and their interest on their studies. The action research took place during the school year 2014-2015. I organized three rounds of math work stations. The class was divided into groups of two or three and each math station round had five stations. On one of the station I worked with the students on the assignments and talked to them about their work. I did my best to make the projects versatile for the students because I thought variety would increase the chances of students using different kinds of methods when solving the assignments as well as their enjoyment while working on them.
    The data was collected through recordings, diaries and photographs as well as through other things that were related to the work on the stations. While processing the material I looked at and considered all the collected data and analyzed them in relation to the criteria used in action research as well as to children´s education and development.
    The main findings are that using this kind of teaching method I managed to increase the variety in my teaching and therefor make the studying more interesting for the students. The students were enthusiastic and enjoyed working on the projects. I think the biggest benefit of this kind of work is to have the opportunity to work with a small group of students at a time. That way every student got a chance to discuss math with me and I got to know what the students thought of that particular assignment. The students enjoyed most working on the teacher´s station, partly because there everyone got an opportunity to express themselves and to solve the assignments on their own terms.
    In my opinion math work station is an effective method when teaching math and gives the students an opportunity to be more independent in their studies. I will definitely continue this work and use the findings from this action research to prepare and organize math work stations in the near future. It is my hope that these findings will be useful to other teachers that plan to use this kind of method in their math teaching.

Samþykkt: 
  • 24.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Erna M.Ed..pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna