is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23014

Titill: 
  • „Það eru allir svo flippaðir hjá Keili“ : vendinám í stærðfræði í Háskólabrú Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni, sem er 30 ECTS, er til M.Ed.-prófs í náms- og kennslufræðum, á stærðfræðikjörsviði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
    Meginmarkmið verkefnisins er að kynnast því hvernig vendinám í stærðfræði fer fram í Háskólabrú sem er svið innan Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, þar sem boðið er upp á nám fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi .
    Keilir er alhliða menntafyrirtæki sem var stofnað árið 2007. Í Keili hefur verið lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt háskólanám, auk Háskólabrúar.
    Rannsóknarspurningin er:
    Hvernig er stærðfræðin kennd með aðferð vendináms í Háskólabrú Keilis og hvert er viðhorf nemenda og stærðfræðikennara til kennslunnar?
    Framkvæmd var tilviksrannsókn þar sem fylgst var með kennslustundum, sendir spurningalistar til nemenda og rætt við stærðfræðikennara Háskólabrúar auk eins kennara á höfuðborgarsvæðinu til samanburðar.
    Helstu niðurstöður eru að nemendur fengu innlagnir í formi myndbanda, þar sem námsefnið var kynnt og dæmaútreikningur sýndur. Í kennslustundum var unnið áfram með dæmaútreikninga á töflu þar sem þjálfaðar voru frekari reikniaðgerðir. Að lokum unnu nemendur síðan að verkefnum. Þessi verkefni voru dæmaútreikningar úr kennslubók, þar sem nemendur gátu unnið saman, hópverkefni og parakeppni.
    Nemendur voru ánægðir með að fá innlagnir í formi myndbanda en þeim fannst jafnframt gott að hafa innlagnir í tímum. Þeir vildu fá meira af útreikningi á töflu. Langflestir þeirra upplifa vendinámið á jákvæðan hátt og þeim fannst það skipta miklu málið að geta hlustað aftur á efnið og auk þess á þeim tíma sem hentaði þeim best.
    Kennararnir voru ánægðir með þessa aðferð. Þeir leggja sömu verkefni fyrir alla nemendur á sama tíma. Kennurum finnst að vendinám geri meiri kröfur til nemenda en hefðbundin kennsla þar sem innlögn er á efni í upphafi kennslustundar og dæmaútreikningur og það skili sér til þeirra. Helstu gallarnir eru hversu tímafrekt það getur verið að gera upptökurnar.

  • Útdráttur er á ensku

    This is the master´s thesis which is 30 credits of the M.Ed. degree in education specializing in mathematics at Department of Education at the University of Iceland.
    The main goal of the thesis is the research of the flipped learning used at Keilir Atlantic Center of Excellence.
    Keilir is an educational institution founded in 2007 and consists of four different schools Aviation Academy, Health Academy, Institute of Technology and Preliminary Studies for those students who have not fulfilled the requirements for entering university.
    The research questions was:
    How are mathematics taught using the flipped learning method in the Preliminary Studies division at Keilir and what is the experience of the students and teachers of the method that is used?
    A case study was performed using observation of teaching, a questionnaire for students and an interview with the mathematics teachers.
    The students received taped lectures in which the material was presented and problem solutions demonstrated. During the class time problem solving demonstrations continued and the students worked on their given assignments.
    These assignments were problems which the students could work out together in pairs or groups.
    The students were pleased with the taped lectures, however, wanted the instructions in class as well. They required more problem solving with the traditional method of writing on the board in the classroom. Most students have a positive view of the flipped classroom method, especially the ability to replay the lectures when needed.
    The teachers were also pleased with the flipped classroom method. They were giving the same assignments to all the students at the same time. They felt that the flipped classroom method made more demands on the students and was more effective. The greatest flaw was how much time was spent on recording the lectures.

Samþykkt: 
  • 24.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaaverkefni_Sigrun_Eugenio.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna