is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23015

Titill: 
  • „Uppeldi er stórmálið stærsta“ : reynsla leikskólastjóra af tilkynningum til barnaverndar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða reynslu leikskólastjórar hafa af tilkynningum til barnaverndar. Einnig að fá vitneskju um hvað veldur því að fáar tilkynningar berast til barnaverndar frá leikskólum. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá upplýsingar um til hvaða ráðstafanna þarf að grípa til fjölga þeim tilkynningum sem berast frá leikskólum. Einnig að varpa skýrara ljósi á hvaða þættir stjórnunar leikskólastjóri þarf að leggja til grundvallar þegar kemur að ákvarðanatöku í þessum málaflokki. Til að ná markmiði rannsóknarinnar var lagt upp með eftirfarandi rannsóknarspurningar:
    •Hver er reynsla leikskólastjóra af tilkynningum til barnaverndar?
    •Hvað telja leikskólastjórar og leikskólakennarar að valdi því að ekki berist fleiri tilkynningar frá leikskólum til barnaverndar en raun ber vitni?
    Auk þessara tveggja meginrannsóknarspurninga var leitast við að svara nokkrum undirspurningum. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem notast var við fyrirbærafræðilega nálgun. Tekin voru viðtöl við átta leikskólastjóra auk þess sem settir voru saman tveir rýnihópar hvor um sig með fimm leikskólakennurum. Í fræðilegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um þær breytingar sem orðið hafa í íslensku samfélagi með tilliti til stöðu barna og rakin er saga barnaverndar á Íslandi. Fjallað er um flokka barnaverndarmála, ferli tilkynninga til barnaverndar, tilkynningaskyldu starfsmanna í leikskólum, vitnað í rannsóknir á tilkynningum til barnaverndar frá leikskólum og fjallað um hlutverk leikskólastjóra, meðal annars út frá starfssviði þeirra, reynslu, ákvarðanatöku og trausti.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að leikskólastjórar hafa mismikla reynslu af barnaverndarmálum. Mörgum finnst erfitt að meta hvort um barnaverndarmál er að ræða eða ekki. Líðan leikskólastjóra er misjöfn þegar þeir þurfa að tilkynna til barnaverndar og er hún betri hjá þeim sem hafa oftar tilkynnt. Þekking leikskólastjóra og leikskólakennara á barnaverndarmálum er takmörkuð, bæta þarf þá ímynd sem barnaverndarnefndir hafa og kynna þarf starfsemi þeirra meira út á við.

Samþykkt: 
  • 24.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Hrönn Þórisdóttir. MA-verkefni. Uppeldi er stórmálið stærsta. Reynsla leikskólastjóra af tilkynningum til barnaverndar.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna