is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23020

Titill: 
  • „Foreldrar gegna lykilhlutverki í því að vekja áhuga til lestrar“ : viðhorf foreldra og kennara til heimalesturs
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með verkefninu er að gera grein fyrir lestri og heimalestri barna og athuga hvernig viðhorf foreldrar og kennarar hafa til heimalesturs barna. Verkefnið var valið vegna áhuga á efninu og þar sem lítið hefur verið rannsakað og fjallað um heimalesturinn hér á landi. Rannsakanda fannst forvitnilegt að sjá hvað kennarar og foreldrar höfðu um málið að segja.
    Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvert er viðhorf kennara og foreldra til heimalesturs? Rannsóknin er tilviksathugun í eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru eigindleg viðtöl við þrjá foreldra og fjóra kennara úr þremur skólum bæði af höfuðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni. Notast var við spurningaramma sem átti að hjálpa til við að varpa ljósi á þeirra viðhorf. Viðtölin voru rituð orðrétt eftir upptökunum stuttu eftir að þeim var lokið. Þá voru gögnin greind út frá þemum til að leita svara við rannsóknarspurningunni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að kennararnir voru almennt sammála um að heimalestur væri mjög mikilvægur og höfðu þeir allir jákvætt viðhorf gagnvart honum. Einnig fannst þeim foreldrar spila stórt hlutverk í lestri barna. Foreldrar voru á sama máli og fannst heimalestur mikilvægur og voru jafnframt með jákvætt viðhorf. Niðurstöðurnar voru jákvæðar og telur rannsakandinn að ef þetta er almennt viðhorf hjá foreldrum og kennurum þá þarf samfélagið ekki að örvænta, því foreldrar og kennarar voru mjög jákvæðir gagnvart heimalestrinum og töldu hann mikilvægan.
    Einungis fengust konur í rannsóknina og gæti það haft áhrif á niðurstöðurnar. Jafnframt voru einungis foreldrar sem láta börnin sín lesa heima á hverjum degi sem tóku þátt og veltir rannsakandi fyrir sér hvort að þeir sem láta börnin sín ekki lesa heima myndu yfirhöfuð taka þátt í rannsókn sem þessari.

Samþykkt: 
  • 24.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. ritgerð - Kristín Rannveig Jónsdóttir.pdf2.09 MBLokaður til...20.06.2030HeildartextiPDF