is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23028

Titill: 
  • ,,Það er hundleiðinlegt að þurfa alltaf að ströggla“ : sýn foreldra á námserfiðleika barna sinna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er sagt frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á sýn foreldra á skólagöngu og námserfiðleika barna sinna. Rannsóknin er hluti stærri rannsóknar á áhrifum breytinga á sérkennslu á nám og sjálfsmynd nemenda með námserfiðleika ásamt upplifun foreldra og barna af þeim breytingum. Í þessu verkefni var leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun foreldra barna með námserfiðleika af skólagöngu barna sinna? Markmiðið var að skoða sýn foreldra barna með námserfiðleika á skólagöngu barnanna, upplifun þeirra af greiningarferlinu, heimanáminu,samskipti barnanna við skólafélaga, samvinnunni við skólann og framtíð barnanna. Þátttakendur í rannsókninni voru foreldrar fimmtán nemenda sem fá sérkennslu vegna námserfiðleika í 4. til 7. bekk í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Sérkennarar skólans völdu nemendur til þátttöku og rannsakandinn hafði svo samband við foreldrana eftir að samþykki hafði fengist fyrir þátttöku.
    Rúmlega helmingur foreldranna sagðist hafa þurft að beita sér til að
    námserfiðleikar barnanna væru metnir og til að formleg greining ætti sér
    stað. Að sögn flestra viðmælenda veldur heimanámið togstreitu á
    heimilunum, einkum ef foreldrarnir glíma sjálfir við leshömlun. Þrátt fyrir að flestir viðmælendur segðu samvinnu við skólann oftast vera góða þá nefndi fimmtungur þeirra að bæta mætti upplýsingaflæði milli bekkja. Helmingur viðmælenda greindi frá því að börn þeirra höfðu átt erfitt í félagslegum samskiptum, orðið fyrir einelti eða verið strítt af öðrum börnum. Meirihluti foreldranna hafði trú á því að námið myndi ganga vel og um helmingur viðmælenda taldi að barnið þeirra myndi halda áfram í skóla í framtíðinni. Tæpur þriðjungur viðmælenda hafði áhyggjur af framtíð barna sinna. Niðurstöður minna á mikilvægi þess að greina vandann sem fyrst hjá þeim nemendum sem glíma við námserfiðleika og bregðast við með viðeigandi úrræðum.

Samþykkt: 
  • 24.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stella Marteinsdóttir.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna