is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23043

Titill: 
  • Að glæða orðin lífi : kennsluefni sem eflir orðaforða og lesskilning
  • Titill er á ensku Bringing Words to Life : Teaching Activities that Enhance Vocabulary and Reading Comprehension
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er unnið við Menntavísindasvið Háskóla Íslands til fullnaðar M.Ed.-gráðu í Uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði. Meginmarkmið þessa meistaraverkefnis er að útbúa kennsluefni til eflingar orðaforða og lesskilnings nemenda í yngstu bekkjum grunnskóla. Verkefnið skiptist í tvo hluta: annars vegar fræðilega umfjöllun til stuðnings kennsluefninu og hins vegar í fjölbreytt verkefni sem saman mynda sjálft kennsluefnið. Kennsluefnið sem hefur fengið nafnið Að glæða orðin lífi byggir á kennsluaðferðinni Orðaspjall (e. Text talk) sem er gagnreynd og viðurkennd kennsluaðferð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að aðferðin gagnast vel til að efla skilning nemenda á orðum og hugtökum sem eru kennd og ígrunduð. Aðferðin byggir á því að kennarar lesa valið efni fyrir nemendur og „spjalla“ um það. Þannig leitast kennari við að efla málskilning og málnotkun nemenda með endurtekningum og notkun orða í orðræðu sinni. Aðferðin hefur þann kost að ná má til fjölbreytts hóps nemenda í kennslustofunni. Leitað er svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig má útbúa kennsluefni sem líklegt er að leiði til eflingar orðaforða og lesskilnings nemenda í fyrstu bekkjum grunnskóla? Leitast er við að tengja kennsluefnið við efnisþætti sem felast í eftirfarandi undirspurningum:  Hvernig má nýta hugmyndafræði aðferðarinnar Orðaspjall við gerð kennsluefnis til eflingar orðaforða og lesskilnings?  Hvernig er hægt að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda þegar framangreind aðferð er notuð?  Hvernig má nýta tölvutækni í kennslu með Orðaspjallsaðferðinni?
    Í kennsluefninu var unnið með texta bókanna, Hundakexið eftir Einar Má Guðmundsson og Litla lundapysjan eftir Hilmi Högnason, með góðfúslegu leyfi höfunda. Kennsluefnið miðast við hópkennslu barna á yngsta stigi grunnskóla, en einstök viðfangsefni eru aðlöguð að ólíkri námsgetu og forsendum barna í þessum aldurshópi. Framsetning efnisins er í formi verkefnaspjalda sem kennari vinnur eftir, en úrvinnsla verkefna fer fram munnlega, sjónrænt, skriflega, leikrænt, í formi leikja og hugmynda að rafrænum verkefnum.

  • This thesis is submitted in part fulfilment of requirements for an M.Ed. degree in Pedagogy and Didactics with a focus on Special Education in the Faculty of Education Studies at the University of Iceland School of Education. The aim of the thesis is to create educational material that strengthens both the vocabulary and reading comprehension of students in the first few grades of elementary school. On one hand this thesis is a review of the research underlying the teaching material and on the other a sample of the teaching material. The material is named “Bringing words to life” and builds on the approach to teaching called Text Talk (i. Orðaspjall). Research has shown that this method is especially effective in increasing a student’s understanding of words and concepts that are taught and reflected upon. Text Talk consists of teachers reading the material to their students and then leading a discussion on the material, that way the teacher can target certain words or concepts that the students then discuss or do various projects on. When this method is applied it is assumed that the teacher is seeking to improve the language comprehension and usage of words by showing them how the words can be used in speaking and by repeating the words. The method’s strong point is that by using it the teacher can reach a wide range of pupils in the classroom. The primary objective of this thesis is seeking an answer to this research question: How can you prepare teaching material for increasing the vocabulary and reading comprehension of students in the first grades of compulsory school? I seek to connect the teaching material to the following subquestions:  How can the philosophy of Text Talk be utilized when creating teaching material that strengthens the vocabulary and reading comprehension of students?  How can we cater to the diverse needs of students when using the previously discussed method?  How can we implement computers during teaching while using Text Talk?
    I worked with text from the books “Hundakexið” and “Litla Lundapysjan” by Einar Már Guðmundsson and Hilmir Högnason respectively with permission from the authors.

    6
    The teaching material is targeted towards teaching groups of children in the first years of elementary school but some tasks have been adapted to varying levels of learning ability of children in this age group. The presentation of the material is in the form of cards that the teacher works with, but individual tasks are carried out vocally, visually, in writing, by acting and in the form of games and possibly digital projects.

Samþykkt: 
  • 28.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Svandís Þórhallsdóttir.pdf1.77 MBOpinnPDFSkoða/Opna