is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23051

Titill: 
  • Bjórgerð í bílskúrum. Listfengi, handverk og frístundaiðja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um heimabrugg á bjór. Hún byggir á eigindlegri viðtalsrannsókn sem unnin var á tímabilinu frá því í nóvember 2014 þar til í febrúar 2015. Tekin voru viðtöl við fimm karlmenn sem leggja metnað sinn í að gera gæðabjór. Markmiðið er að skoða bjórgerð í heimahúsum sem handverk og áhugamál karla en karlmenn eru mikill meirihluti iðkenda. Sjónum er beint að bruggferlinu og tekið er mið af ýmsum þáttum sem snúa að bjórgerðinni, til að mynda hráefnum og tækjum. Bjórgerð er frístundaiðja sem nýtur vaxandi vinsælda um þessar mundir og andrúmsloftið innan bruggsamfélagsins er heimilislegt þar sem samkennd fremur en samkeppni ríkir. Takmark iðkenda er ekki að gera áfengan drykk á sem ódýrastan máta til að teyga vímunnar vegna heldur eiga ástæður bjórgerðarinnar sér dýpri rætur. Bjórgerðin gefur viðmælendum tækifæri til að veita sköpunarþrá útrás og gleðjast þegar afurðin stendur undir væntingum en ánægjan sem bjórgerðin veitir felst ekki síst í því að deila afurðinni með öðrum.

Samþykkt: 
  • 28.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritbullumbjórsull.pdf838.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Eysteinn.pdf402.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF