is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23059

Titill: 
  • Sköpun í námi og kennslu í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að skoða hvernig hægt sé að virkja nemendur til að vera skapandi í námi. Við gerð þess var sóst eftir því að varpa ljósi á hvað hafa þarf í huga þegar kennari leitast við að virkja sköpunarkraft nemenda í verkefnavinnu. Til skoðunar var sá undirbúningur sem huga þarf að áður en framkvæmd verkefnis á sér stað, auk ferla og tóla sem notuð eru við skapandi vinnu. Vettvangsrannsókn var gerð í tveimur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og viðtöl tekin við sjö kennara sem hafa stuðlað að skapandi kennslu fyrir nemendur í list-, verk- og bóklegum greinum. Til að varpa ljósi á sköpunarþátt í kennslu og námi var farið í þverfaglega fræðivinnu, þar sem rannsóknir fræðimanna innan menntavísinda og sköpunarfræða voru nýttar.
    Rannsóknarspurning verkefnisins var: Hvernig stuðla framhaldsskólakennarar að því að nemendur séu skapandi í námi? Til að fá nánari svör við rannsóknarspurningunni voru eftirfarandi undirspurningar:
    • Hvert er hlutverk kennarans?
    • Hver er skilgreining hans á sköpun?
    • Þarf að gera eitthvað ákveðið til þess að stuðla að sköpun í tíma?
    • Þarf sköpun sérstakt umhverfi eða tíma?
    Til gagnaöflunar voru heimsóttir tveir framhaldsskólar og fyrirliggjandi gögn, flokkuð og greind. Einnig voru gerðar vettvangsathuganir og athugasemdir skráðar. Gögnin eru eigindleg og var sóst eftir því að lykla þau, flokka og þemagreina. Til að vinna nánar með flokkunina var notast við aðferðir eins og hugarspuna (e. brainstorming) (Osborn, 1963) og hugakortagerð (Buzan, 2002). Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós skoðun kennara á hvernig þeir telja best að virkja nemendur og hvern þeir telja vera ávinning þess að fá nemendur til að beita skapandi hugsun. Fram kom í viðtölum að vinna við að virkja nemendur til skapandi hugsunar skili oft góðum árangri og auknum skilningi í náminu. Að mati kennaranna færist hlutverk kennarans frá því að vera eingöngu upplýsingagjafi, eins og oft tíðkast í hefðbundinni kennslu, til þess að vera leiðbeinandi sem kallar eftir rökstuðningi og málefnalegum umræðum. Þeir töldu mikilvægt að undirbúningsvinna og eftirfylgni kennarans ætti ekki einungis að snúast um lokaafurð heldur heildarvinnuferlið sem nemandinn fylgdi.

Samþykkt: 
  • 29.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsf_20150525_sköpun_ritgerð.pdf7.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna