is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23068

Titill: 
  • Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Niðurstöður samræmdra prófa hjá einum árgangi í 4., 7. og 10. bekk
  • Titill er á ensku Is there a correlation between difficulty in reading and difficulty in mathematics? Results from standardized tests in one age-group in 4th, 7th and 10th grade
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Ágrip
    Stærðfræði og lestur eru mikilvægir þættir í öllu námi og ekki síður í hinu daglega lífi. Það er þó þannig að okkur gengur misvel að ná tökum á þessum námsgreinum.
    Þessi rannsókn er lokaverkefni til M. Ed. – gráðu við kennaradeild Háskóla Íslands. Þar spyr ég spurningarinnar: Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Eða með öðrum orðum, hvaða áhrif hefur slakur lesskilningur eins og hann mælist á samræmdum prófum á árangur í stærðfræði á samræmdum prófum?
    Í þessari rannsókn er horft á hvort tenging sé á milli lesskilnings og árangurs í stærðfræði á samræmdum prófum hjá nemendum í grunnskóla. Við rannsóknina nota ég niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4., 7. og 10. bekk. Hver prófþáttur innan stærðfræðinnar er borinn saman við lesskilningsþátt íslenskuprófsins. Notuð eru prófgögn frá nemendum sem fæddir eru árið 1998. Öll gögn í rannsókninni eru fengin hjá Námsmatsstofnun.
    Í fræðilegum inngangi er fjallað um orsakir námserfiðleika, þ.e. lestrarerfiðleika og stærðfræðierfiðleika. Í hverju felast erfiðleikarnir og hvernig birtast þeir hjá nemendum. Farið er yfir hvaða ástæður geta legið að baki og hvað er til ráða. Skoðað er hver skilgreiningin á lestri er, í hverju hann felst og hvernig við lærum að lesa. Þá er farið yfir það hvað lögð er áhersla á að nemendur læri í stærðfræðinámi sínu og hvaða þættir eru prófaðir í samræmdum prófum. Að auki eru skoðaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið um tengsl erfiðleika í lestri og stærðfræði og tengjast efni ritgerðarinnar.
    Í rannsókninni er byrjað á að skoða hvern bekk fyrir sig til að sjá hvort um fylgni á milli lesskilnings og stærðfræði er að ræða. Fylgnin þarna á milli er mikil og þar kemur fram að í 4. bekk mælast 42% nemenda undir 20 í báðum fögum, 44% í 7. bekk og 47% í 10. bekk. Þegar talað er um að nemendur mælist undir 20 í einkunn er verið að nota mælitölur sem Námsmatsstofnun notar en hún mælir grunnskólaeinkunn á milli 0 og 60 þar sem meðaltalið er 30 og staðalfrávik 10 (Námsmatsstofnun, 2013). Síðan eru bornar saman niðurstöður úr öllum prófunum í þeim tilgangi að sjá hvort fylgnin er sú sama á milli prófa, hvort hún eykst eða minnkar.
    Að lokum verða niðurstöður kynntar og þær bornar saman við niðurstöður annarra. Þá skoða ég hvaða úrræði og bjargir eru til fyrir kennara, túlka niðurstöður og velti fyrir mér hvort ástæða er til að skoða þetta frekar eða bregðast við á einhvern hátt.

  • Abstract
    Is there a correlation between difficulty in reading and difficulty in mathematics?
    Mathematics and reading are important areas in education, likewise they are inextricably linked in daily life. However, pupils use their skill in these areas to varying degrees of understanding and competence.
    This research is a final project for M. Ed. – degree in the teacher´s department at the University of Iceland. Here I seed to answer the question: "Is there a connection between reading comprehension and mathematical skills"? How does poor reading comprehension affect mathematic study?
    I use results from national standardized tests in reading comprehension in Icelandic and in Mathematics for pupils aged nine, twelve, and fifteen. I also compare the categories in each age-group’s mathematics test with their standardized test level in reading. To evaluate the correlation, I look at the test results of students born only in the year 1998, from fourth grade, seventh grade and tenth grade. All data was provided by the Institution of Education Evaluation.
    In the literature review I discuss learning disabilities, primarily difficulties with reading and mathematics comprehension. I consider learning disabilities are defined, how they characterized, their causes, what support and assistance is available. The learning process of reading is reviewed, what reading involves and how we learn to read. I discuss the focus of the mathematics curriculum and compare to the aspects actually tested. Furthermore, I use an assessment program to evaluate each section test of the national standardized tests.
    To conclude I will examine research on difficulties in reading and math. In my research, student achievement is studied to see if there is a correlation between reading comprehension and math. The correlations are strong and in 4th grade 42% of students get a score under 20 in subjects, 44% in 7th grade and 47% in 10th grade. Scores under 20 indicate that the student is one standard deviation below the mean on the scale used for grading by the Institution of Education Evaluation. The scale has a mean of 30 and standard deviation 10 with scores ranging from 0 to 60 (Námsmatsstofnun, 2013). The results from the tests are then compared to examine if the correlation is the same or if it increases or decreases with growing age.
    The latter part of the thesis presents the results and finally they are compared with results from others. I look at what resources and means are available for teachers. My opinions are shared on the results and I will discuss implications for further research as well as actions that teachers or schools can take.

Samþykkt: 
  • 30.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokahandrit til prentunar.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna