is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23069

Titill: 
  • ADHD og íþróttir : hindranir, ávinningar og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvaða áhrif einkenni barna með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) geta haft á íþróttaiðkun þeirra. ADHD er þroskafrávik í starfsemi heila og birtist í þremur einkennum; athyglibresti, hvatvísi og ofvirkni. Einkenni ADHD geta valdið börnum sem við þau glíma töluverðum erfiðleikum dags daglega við að ná fram markmiðum sínum vegna slakrar stýrifærni og sjálfstjórnar og er þátttaka þeirra í íþróttum engin undantekning. Leitast var eftir svörum um hvaða hindranir börn með ADHD geta þurft að fást við í íþróttum, hvaða ávinningar geta hlotist af íþróttaiðkun þeirra og hvaða úrræði eru æskileg. Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna að hindranir liggja helst í slakri félags- og hreyfifærni og ávinningar geta legið í bættri stýrifærni og sjálfstjórn sem gæti spornað við þeim hindrunum sem mæta þeim. Góð úrræði eru nauðsynleg til að mynda heildræn sýn þeirra sem koma að uppeldi barna í íþróttum. Þekking þjálfara á frávikum barna með ADHD þarf að vera til staðar svo þeir geti mætt sérþörfum þeirra, sem gæti auðveldað börnunum að ná markmiðum sínum.

Samþykkt: 
  • 30.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - verkefni, vor 2015 copy 2.pdf883.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna