is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23078

Titill: 
  • Lausnaleitarmiðað grunnám rafiðna
  • Titill er á ensku Using Problem-Based Learning (PBL) for Teaching Electronics.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að þróa námskrá fyrir rafeindatækni og verklegt grunnnám rafiðna sem byggir á lausnamiðuðu námsfyrirkomulagi og er jafnframt í samræmi við Aðalnámskrá framhaldsskóla: Almennur hluti 2011, sem innleiða á haustið 2015. Með fræðilegri umfjöllun um sköpun, hugsmíði og námskrárfræði er gerð grein fyrir eðli og gildi lausnaleitarnámsaðferðarinnar, hvernig hún tengir bóklegt og verklegt nám og rúmar skapandi hugsun nemenda. Sýnt er fram á hvernig þessir þættir ríma við kröfur námskrárinnar um nútímalega menntun rafiðnaðarmanna.
    Í ritgerðinni er að finna greiningu á stöðu grunnnáms rafiðna, þar sem stuðst er við rannsóknir Schiros (2008) á námskrárgerðum síðustu aldar. Greiningin er síðan notuð til þess að skýra stefnubreytingar við innleiðingu nýs fjögurra anna náms í anda lausnaleitar. Í lýsingu á innleiðingunni er kerfi Akker og Thijs (2009), notað sem rammi utan um uppbyggingu og innihald námsins. Kerfi þeirra gerir kleift að lýsa hinum ýmsu grundvallarþáttum sem hafa áhrif á námið og framkvæmd þess. Hugmyndir þessarar fræðimanna, auk annarra, eru loks lagðar til grundvallar innleiðingu lausnaleitarnáms í tilteknum áfanga, Lausnaleitarrafeindatækni (LRAT).
    Niðurstaða ritgerðarinnar er að með hjálp námskrárfræðinnar er mögulegt að hanna áfanga og skipuleggja verknám, sem kemur til móts við kröfur menntayfirvalda um nám á 21. öld. Auk lýsingar á lausnaleitarnámi í grunnnámi rafiðna er ritgerðinni ætlað að vera innlegg í umræðu um aðlögun iðnnáms að nútímalegu starfsumhverfi og kröfum þess um sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og samskipti ásamt faglegri færni og þekkingu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to develop a new curriculum for educating electronics 
technicians in the Icelandic vocational schools. The approach used is the Problem-Based Learning (PBL) approach. The aim of the thesis is to meet the demands of the Icelandic National Curricula for Upper Secondary Schools by developing a PBL curriculum in this field which will come into full effect in the year 2015.
    The literature review part of the thesis covers researches on creativity, social constructivism and curriculum studies in order to explain the nature and value of using the PBL approach in vocational education.
    The thesis ties together theoretical and practical vocational studies and establishes ways for enhancing the creative thinking skills of the students. Moreover, the thesis demonstrates how the PBL approach, in this context, meets the National Curricula’s demands for 21st century skills in contemporary education and vocational training of electronics technicians.
    The thesis utilises the work of Schiros (2008) to analyse the present situation in the vocational training of electronics technicians in Iceland. The analysis is then used to illustrate how running a new curriculum, based on the PBL approach, for training electronics technicians will change the conventional context of teaching and learning electronics at the vocational schools. The framework of Akker & Thijs (2009) is used to describe the structure and the content of the new curriculum. This framework makes it possible to identify and analyse various fundamental factors that can be used to create and implement the new curriculum.
    Finally, different curriculum studies are used to ground a proposal for implementing a specific course based on PBL, for training electronics technicians in the Icelandic vocational schools (LRAT). By implementing the new PBL curriculum, grounded on curriculum studies, the thesis concludes that it is possible to meet aims of the new National curricula in this field by using a PBL approach.
    Finally, the thesis contributes to the discussion about how it is possible to adapt vocational studies to the modern work environment in the 21 century by demonstrating a way to improve students’ professional skills and knowledge via augmenting their independence, their capabilities for cooperation and teamwork and their abilities for problem solving.

Samþykkt: 
  • 30.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flemming-Lausnaleitarmidad-grn-rafidna-prentad.pdf2.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna