ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2308

Titill

Álag og andleg líðan kvenna á Íslandi

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort munur sé á andlegri líðan og ýmissa álagsþátta hjá konum og körlum. Hvílir umönnum barna enn fremur á herðum kvenna, á Íslandi, en karla og er enn til staðar kynbundin verkaskipting á heimilisstörfum? Skoðaður verður kynbundinn munur á milli þess hve einstaklingar eyða mörgum klukkustundum vikulega í umönnun barna, annarra heimilismanna, heimilisstörf og launaða vinnu. Rannsóknin byggir á Könnun á heilsu og líðan Íslendinga árið 2007 sem framkvæmd var af Lýðheilsustöð. Úrtakið samanstóð af íslenskum ríkisborgurum fæddir frá 1. janúar 1928 til 21. október 1989, með lögheimili á Íslandi 22. október 2007 og ekki skráð með aðsetur erlendis. Fjöldi þeirra sem svaraði var 5772 (N=5772) sem er um 60% svarhlutfall. Niðurstöður styðja fyrri rannsóknir og kenningar. Sjá má tengsl þess að andlegt álag er meira hjá konum heldur en körlum. Hlutfallslega fleiri konur sjá um umönnun barna og heimilisstörf heldur en karlar. Þær upplifa fremur streitueinkenni, eiga erfiðara með svefn og upplifa síður þá tilfinningu að finnast þær vera úthvíldar. Konum leið einnig markvisst verr en körlum. Barnlausu fólki leið einnig verr andlega og það upplifði meira álag heldur en fólk með börn. Ekki voru tengsl á milli barnafjölda og verri andlegrar líðan.

Samþykkt
29.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Jóhanna BA ritgerð... .pdf1,15MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna