is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23084

Titill: 
  • Útikennsla í tungumálanámi : verkefnasafn
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefnið þetta fjallar um útikennslu í tungumálanámi fyrir unglingastig í grunnskóla. Verkefnið skiptist í fræðilega greinargerð um útikennslu og síðan verkefnasafn sem inniheldur hugmyndir að verkefnum sem kennarar geta nýtt sér til kennslu tungumála utandyra. Markmiðið er að gera tungumálakennurum auðveldara fyrir með því að færa þeim verkefnasafn sem er hægt að útfæra allt eftir því efni sem kennarinn er að vinna með hverju sinni. Verkefnasafnið verður því aðgengilegt fyrir kennara á vefnum utikennsla.is.
    Í greinargerðinni er útskýrt hvað hugtakið útikennsla felur í sér og dregið saman hvaða lærdóm má draga af rannsóknum á útikennslu. Þá er fjallað um námsmat, samþættingu námsgreina og hvað aðalnámskrá grunnskóla hefur að segja um útikennslu.
    Verkefnasafnið skiptist eftir mismunandi þáttum tungumálanáms, svo sem ritun, framsögn, málfræði og orðaforða. Verkefnin eru fjölbreytt og gefa kost á að kennarar útfæri þau á sinn hátt og setji sinn svip á verkefnið. Verkefnin eru þannig gerð að hægt er að nýta þau í hvaða erlenda tungumálanámi sem er, einnig henta sum verkefnin fyrir kennslu í íslensku.

Samþykkt: 
  • 1.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hekla Þöll M.Ed..pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna