is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2309

Titill: 
  • Áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á íslenskan landbúnað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aðild Íslands að Evrópusambandinu hefði tvímælalaust meiri áhrif á íslenskan landbúnað en nokkra aðra starfsgrein á Íslandi. Búvörumarkaður á Íslandi yrði hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollar yrðu felldir niður. Áætlað er að verð á landbúnaðarvörum til neytenda myndi lækka og að sama skapi má búast við að verð til framleiðenda lækki verulega. Af þeirri ástæðu er auðvelt að sjá hvers vegna áhugavert er að skoða áhrif hugsanlegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið á íslenska bændur og íslenskan landbúnað.
    Heimilda var leitað í bókum um Evrópumál, tímaritum, blaðagreinum og á vefsíðum. Þá hafa þó nokkrar skýrslur um Evrópumál verið ritaðar á undanförnum árum. Loks ber að geta þess að Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands veitti viðtal í tengslum við gerð þessarar ritgerðar.
    Efni er skipt þannig að fjallað er stuttlega um Evrópusambandið, landbúnaðarstefnuna og breytingar sem orðið hafa á henni. Finnskur landbúnaður er notaður til samanburðar við þann íslenska þar sem Finnland á margt sameiginlegt með Íslandi, t.d. hvað varðar hnattstöðu, landbúnaðarframleiðslugreinar og menningu. Íslenskur landbúnaður er sérstaklega tekinn fyrir, hvernig hann hefur þróast og hver áhrif aðildar Íslands að ESB kynnu að vera á íslenskan landbúnað. Styrkjaumhverfi Evrópusambandsins, þrýstihópar innan ESB, byggðamál og Evrópska efnahagssvæðið fá einnig nokkra umfjöllun. Í lokin er stuttlega tekið saman hver hugsanlegur kostnaður íslendinga yrði við aðild að sambandinu.
    Helstu niðurstöður eru þær að íslendingar eiga alla möguleika á að ná góðum samningum við Evrópusambandið um landbúnaðarmál. Fyrir því eru mörg fordæmi sem farið er yfir. Spurningin er hvernig íslendingar kjósi að forgangsraða, hvar eru þeir tilbúnir að gefa eftir og hvað fá þeir í staðinn?
    Spurningin sem lögð er fram er því þessi; hver yrðu áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á íslenska bændur og íslenskan landbúnað? Svarið er að slíku verður ekki svarað nema með umsókn og aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Samþykkt: 
  • 29.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á íslenskan landbúnað - pd_fixed.pdf395.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna