is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23102

Titill: 
  • „Ég ætlaði ekki að verða eins og mamma” Reynsla fólks af því að velja sér sama starf og foreldri og áhrifavaldar starfsvals
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu þeirra sem velja sér sama starf og foreldri. Lögð var áhersla á að fá fram hvaða þættir höfðu áhrif á starfsval þeirra, hvenær sú ákvörðun var tekin og hvernig þeim líkar starfið. Tekin voru opin viðtöl við sjö einstaklinga af báðum kynjum úr mismunandi starfsstéttum. Lögð var áhersla á hvernig upplifanir þeirra og áhugi á starfinu kæmu fram. Þátttakendur rifjuðu upp leiki sem þeir léku á yngri árum, uppáhaldsfög í skóla og hver áhugamál þeirra hefðu verið í gegnum tíðina.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að áhugi á starfsvali mótist snemma á lífsleiðinni. Allir þátttakendurnir áttu sér annað draumastarf áður en þeir fetuðu í fótspor foreldris. Áhugi þátttakenda á leikjum, tómstundum eða uppáhaldsfögum í skóla tengdust að mörgu leyti því starfi sem þeir starfa við í dag. Þátttakendur töldu helstu áhrifaþætti á starfsval hafa verið félagslegir þættir, umhverfisþættir, starfsánægja foreldra, hvatning og kynning á starfinu. Allir voru þeir sammála um að kynning á starfinu í gegnum foreldra hefði nýst þeim vel og ýtt undir áhuga þeirra á námi og starfi. Töldu þeir sig hafa haft forskot á aðra varðandi kynni sín af starfinu bæði í námi og í upphafi starfsferils.

Samþykkt: 
  • 2.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ég ætlaði ekki að verða eins og mamma_Skemman.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna