is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23115

Titill: 
  • Í fótspor feðranna: Rannsókn á ástæðum þess að synir feta í fótspor feðra sinna á vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er 30 (ECTS) eininga lokaverkefni til meistaraprófs í mannauðsstjórnun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Rannsókn þessi fjallar um hvaða þættir verða til þess að synir feta í fótspor feðra sinna á vinnumarkaði og á hvaða hátt þeir upplifa vinnuna. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru níu viðtöl við syni sem allir eiga það sameiginlegt að hafa fetað í fótspor feðra sinna á vinnumarkaði. Þátttakendur rannsóknarinnar starfa í mismunandi starfsstéttum, eru á ólíkum aldri og með mismunandi langt nám að baki, en eiga það allir sameiginlegt að hafa menntað sig í sömu starfsgrein og feður þeirra. Í rannsókninni var gerð krafa um ígrundað starfsval, og var litið svo á að nám í viðkomandi starfsgrein væri ígrundað starfsval. Í rannsókninni var notast við hálfopin viðtöl, þar sem útbúinn var fyrirfram ákveðinn viðtalsrammi.
    Í verkefninu var einnig farið yfir fræðilega umfjöllun um starfsáhuga með tilliti til vals á starfsvettvangi og kynntar kenningar helstu fræðimanna á því sviði. Litið var sérstaklega til áhrifaþátta forystu, bernsku, starfsánægju og hvatningar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það umhverfi sem þátttakendur rannsóknarinnar ólust upp við í bernsku hafi verið nokkur orsakavaldur í vali þeirra á starfsvettvangi og hafi haft umtalsverð áhrif á þá ákvörðun þeirra að feta í fótspor feðra sinna. Þekking á viðkomandi starfsgrein og jákvæð upplifun í garð starfs föðurins komu einnig fram sem sameiginlegur áhrifaþáttur. Feður þátttakenda eiga allir sameiginlegt að hafa sterk persónuleikaeinkenni og búa yfir leiðtogahæfileikum. Auk þess litu synirnir á þá sem fyrirmynd sína, þó sérstaklega þegar þeir voru að alast upp. Þátttakendur rannsóknarinnar upplifðu flestir jákvætt viðhorf til starfs síns, voru ánægðir í starfi, og litu á starf sitt sem framtíðarstarfsvettvang.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að ritgerðinni til 18. september 2025.
Samþykkt: 
  • 6.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms ritgerð í mannauðsstjórnun Í fótspor feðranna.pdf535.27 kBLokaður til...18.09.2025HeildartextiPDF