is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23144

Titill: 
  • Opinn aðgangur að rannsóknum : tækifæri og áskoranir fyrir háskólasamfélagið á íslandi
  • Titill er á ensku Open Access to research : opportunities and challenges within universities in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjallað er um opinn aðgang (OA) að niðurstöðum rannsókna á Íslandi í tengslum við opna fræðimennsku og alþjóðlega vísindasamfélagið. Staða opins aðgangs á Íslandi er skoðuð út frá lögum, stefnumótunum, útgáfu íslenskra vísindatímarita í ókeypis og opnum aðgangi, birtingu greina í varðveislusöfnum og þeim möguleikum sem akademískir starfsmenn hafa til að birta vísindagreinar í OA.
    Tekin voru viðtöl við sérfræðinga um OA. Birtingarlisti útgefinna fræðigreina akademískra starfsmanna Háskólans í Reykjavík (HR) árið 2013 var greindur út frá reglum útgefendanna um OA. Notuð voru svör við tveimur spurningum úr viðhorfakönnun um OA sem fór fram í HR vorið 2014.
    Niðurstöðurnar eru að OA á Íslandi er í hægum vexti. Fjórar stofnanir eru með stefnu um OA. Vísindamenn eru ekki að nýta sér reglur tímarita um birtingar vísindagreina í OA nema að litlu leyti. Hindranir sem akademískir starfsmenn halda að standi í vegi fyrir birtingu vísindagreina í OA eru byggðar á skorti á upplýsingum um OA og vöntun á aðgengi að stofnanavarðveislusafni sem þeir hafa metnað til að birta greinar í.
    Rætt er um þau tækifæri og áskoranir sem íslenskir háskólar standa frammi fyrir varðandi opna fræðamennsku. Skólarnir þurfa að vera með stefnu um opinn aðgang að afurðum rannsókna og menntaefni sem er í takt við það sem er að gerast alþjóðlega. Starfsmenn háskólanna þurfa að fá fræðslu um OA ásamt hvatningu, ráðgjöf og stuðningi við birtingar í OA. Háskólarnir og vísindasamfélagið á Íslandi þyrftu að taka sameiginlega ákvörðun um hvaða leiðir sé best að fara varðandi varðveislu og birtingar á efni í OA.

  • Útdráttur er á ensku

    Open Access (OA) are introduced and discussed associated with open scholarship and the international scientific community. The status of Open Access in Iceland is explored through the laws and policies relating to OA, gratis and libre publications within scholarly journals, publication within open repositories, and the opportunities that scientists have to publish scholarly papers in OA.
    Data was collected through interviews with experts in the Open Access field. Two questions were used from a study of OA that was conducted among scientists at Reykjavik University (RU) 2014, as well as an analysis of a list of their published articles in scholarly journals in 2013.
    The results show that OA is growing slowly in Iceland. Four institutions have OA policies. Icelandic scientists are not taking full advantage of the rules of journals about publishing articles within OA. Scientists' beliefs concerning the barriers standing in their way for publishing sholarly papers in OA are based on a lack of knowledge and a lack of access to institutional repositories in which they might wish to publish their articles.
    The opportunities and challenges that Icelandic universities face regarding open sholarship are outlined and discussed. The universities need to have policies for OA and Open Educational Resources (OER) which are consistent with what is happening internationally. Academics need to receive helpful information on OA, they also need to receive encouragement, advice and support concerning publishing in OA. The universities and the scientific community in Iceland need to take a joint decision on what are the best ways for the continued preservation and publication of research and educational resources in OA.

Athugasemdir: 
  • Þessi ritgerð er gefin út með afnotaleyfi Creative Commons CC BY 4.0 sem þýðir að hver sem er má endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er með því skilyrði að upprunalegs höfundar sé getið.
    Rannsóknargögnin eru einnig með afnotaleyfi CC BY 4.0. Hægt er að hafa samband við höfund (sibba@hi.is) til að fá hrágögn, grafík og ritvinnsluútgáfu af ritgerðinni.
Samþykkt: 
  • 26.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurbjorg_Johannesdottir_OAadRannsoknum.pdf4.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Timlina_OA_althjodlegt_Portrait.pdf357.48 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Timlina_Island_2.pdf365.86 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Timarit_sem_HR_starfsmenn_birtu_i_2013.pdf107.15 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Greiningarlykill.pdf101.19 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit_otengt_OAadRannsoknum.pdf84.24 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskra_OAadRannsoknum.pdf133.05 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Kapa_FramOgBakSida_OAadRannsoknum.pdf135.13 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Birtingar_um_OA_e_IslHofunda.pdf70.36 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna