is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23153

Titill: 
  • Snemmtekinn lífeyrir
Útgáfa: 
  • Október 2015
Útdráttur: 
  • Vitneskjan um væntanlegt aðgengi að sjóði, t.d. arfi, meðlagi, lífeyri o.s.frv., skapar möguleika á neyslu samstundis. Væntingar um framtíðargreiðslur úr til dæmis lífeyrissjóði getur haft áhrif á neyslu dagsins í dag. Ákvörðunin um upphaf töku lífeyris getur bæði verið beinn áhugi sjóðfélaga, hagræðing vinnuveitanda, eða áhrif stjórnvalda. Vitneskja vinnuveitanda um rétt starfsmanns í lífeyrissjóði getur haft áhrif á hvaða tilboð um starfslok sjóðfélaga eru boði. Það blasir því við að samspil ástands á vinnumarkaði og staða einstaklings hjá lífeyrissjóði getur haft áhrif á ákvarðanir um það hvenær skuli hefja töku lífeyris. Ástand ríkisfjármála getur einnig haft áhrif. Á Íslandi hafa á árunum eftir 2009 verið í boði skattfríðindi ef einstaklingsbundinn réttur, séreignarsparnaðurinn, er nýttur á ákveðinn hátt. Vel er hugsanlegt að hið opinbera verði með svipuð inngrip í framtíðinni. Farið er yfir líkön sem lýsa ævilengd, fjárfestingar- og sparnaðarkostum og samspili vinnumarkaðar og lífeyriskerfis. Gengið verður út frá valréttarlíkönum fyrir hönd lífeyrisþega og rætt um þvingaða lífeyristöku vegna ástands í efnahagskerfinu.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XVI: Hagfræði
ISBN: 
  • 978-9935-424-19-8
Samþykkt: 
  • 30.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HAG_Helgi_tomasson.pdf385.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna