is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23157

Titill: 
  • Rétturinn til ritunar firma hlutafélags
Útgáfa: 
  • Október 2015
Útdráttur: 
  • Á sviði hlutafélagaréttar reynir á margvísleg álitaefni í tengslum við hvaða stjórnareiningar og einstaklingar á vegum félaga geti skuldbundið félög svo bindandi sé í lagalegu tilliti. Þannig hefur fjöldi mála rekið á fjörur dómstóla þar sem deilt hefur verið um hvort þeir, sem ritað hafa undir löggerning í nafni félags, hafi haft til þess nægilegt umboð og hvort viðkomandi löggerningur kunni að vera óskuldbindandi af þeim sökum. Viðamest þeirra umboða sem til álita koma er það umboð sem felst í svokölluðum firmaritunarrétti stjórnar, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, en rétturinn felur í sér víðtækasta umboðið sem af lögunum leiðir og veitir stjórnarmönnum, og eftir atvikum öðrum sem réttarins njóta, heimild til þess að skuldbinda hlutafélag í sérhverju tilliti. Markmið þessarar rannsóknar er að greina eðli og inntak firmaritunarréttarins ásamt þeim takmörkunum hann sætir. Um er að ræða lögfræðilega rannsókn þar sem leitast er við að greina með lögfræðilegri aðferðafræði þau viðmið sem lögð eru til grundvallar í tengslum við álitaefnið. Í því sambandi verður sjónum einkum beint að dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands svo og íslenskra og erlendra fræðirita.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XVI: Lögfræði
ISBN: 
  • 978-9935-424-19-8
Samþykkt: 
  • 30.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LÖG_Halldóra_Eyvindur.pdf340.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna