ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2317

Titill

Íslenska stjórnarskráin: Stjórnarskrárbreytingar í fortíð og framtíð

Útdráttur

Stjórnarskrár urðu eitt helsta einkenni nútímaríkisins á síðastliðnum tveimur öldum. Á Íslandi hafa gilt þrjár stjórnarskrár. Sú fyrsta var konungsstjórnarskráin 1874 sem veitti Alþingi löggjafarvald þótt konungur hefði enn neitunarvald í löggjafarmálefnum. Ísland fékk sína aðra stjórnarskrá 1920, fullveldisstjórnarskrána, í kjölfar fullveldis landsins árið 1918. Íslenska ríkið var þó áfram í konungssambandi við Danmörku varðandi ýmis mál. Íslendingar ákváðu að rjúfa samband ríkjanna og stofna lýðveldi árið 1944. Þá fengu Íslendingar sína þriðju stjórnarskrá, lýðveldisstjórnarskrána. Stjórnarskráin frá
1920 var að mörgu leyti eins uppbyggð og stjórnarskráin frá 1874. Eins var
lýðveldisstjórnarskráin mjög svipuð og sú sem á undan henni kom. Stjórnskipuleg
þróun Íslands hefur því einkennst af samfellu.
Í þessari ritgerð verður fjallað um uppruna stjórnarskráa í heiminum og hvernig þær
hafa breyst í tímans rás samhliða breyttum samfélagsaðstæðum. Farið er yfir
megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og þróun íslensku stjórnarskrárinnar og skoðað
hvort breyting á stjórnarskrá Íslands sé aðkallandi. Í lokin er farið yfir helstu mál sem
taka þarf til skoðunar við endurskoðun lýðveldisstjórnarskrárinnar og farið verður í það
hver sé best til þess fallinn að sjá um endurskoðunina. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að
flestir kaflar stjórnarskrárinnar þarfnist gagngerrar endurskoðunar og lýðræðislega kosið
stjórnlagaþing sé best til þess fallið að sjá um þá endurskoðun.

Samþykkt
29.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ali_fixed.pdf364KBLæst til  1.7.2020 Heildartexti PDF