is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23183

Titill: 
  • Hagkvæm og sjálfbær erlend skuldstaða
Útgáfa: 
  • Október 2015
Útdráttur: 
  • Erlend skuldstaða þjóðarinnar er sem kunnugt er erfið. Skuldirnar eru sennilega langt umfram það sem hagkvæmast er fyrir þjóðarbúið. Á hinn bóginn er ekki unnt að lækka þær nema draga samsvarandi úr ráðstöfun þjóðarframleiðslunnar til neyslu og fjárfestinga. Minni neysla þýðir lakari lífskjör. Minni fjárfestingar rýra getur þjóðarbúsins til að framleiða gæði og þar með halda uppi lífskjörum í framtíðinni. Lakari lífskjör ýta á hinn bóginn undir brottflutning fólks frá landinu og þá fyrst og fremst þess hluta vinnuaflsins sem framleiðnast er og hefur hæsta markaðsvirði. Þar með minnkar mannauður þjóðarinnar sem aftur rýrir getu þjóðarbúskaparins til að halda áfram að greiða niður lánin og halda uppi lífskjörum í framtíðinni. Það er því augljóslega mikilvægt að átta sig á hversu mikil erlend skuldstaða getur verið sjálfbær í þeim skilningi að hún sligi ekki viðkomandi samfélag. Í þessari grein er reynt að grafast fyrir um þetta. Beitt er hagfræðilegum greiningaraðferðum til þess að draga fram aðalatriði málsins og lýsa því hvernig þau tengjast saman. Fundin er líking fyrir bæði hagkvæmustu erlendu skuldstöðu og sjálfbæra erlenda skuldstöðu. Skýrgreindur er sá afborgunarferill lána sem hagkvæmastur er og lagður mælikvarði á þá lækkun erlendra skulda sem nauðsynleg er til að tiltekin ósjálfbær skuldstaða verði sjálfbær.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XVI: Hagfræði
ISBN: 
  • 978-9935-424-19-8
Samþykkt: 
  • 2.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HAG_Ragnar_Árnason.pdf510.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna