is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23192

Titill: 
  • Aska, kynjafræðileg skáldsaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aska, kynjafræðileg skáldsaga, er óhefðbundin nálgun á akademísk fræði og skapandi skrif. Ég nálgast viðfangsefnið út frá femínískri þekkingarfræði Donnu Haraway (1991), Söndru Harding (1991) og Patriciu Hill Collins (2000) um vægi jaðarsettra sjónarhorna í rannsóknum ásamt gildi óhefðbundinnar aðferðafræði. Frásögn hefur lengi verið nýtt af jaðarsettum hópum til að búa til og staðsetja nýja þekkingu sökum takmarkaðs aðgengis viðkomandi hópa að ríkjandi þekkingarsköpun. Ritgerð þessi er tilraun til þess að veita óhefðbundinni aðferðafræði réttmætan sess innan akademískra fræða.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Fyrri hluti hennar er í formi fyrsta þriðjungs skáldsögu og byggist að hluta til á viðtölum við 15 einstaklinga sem skilgreina sig utan tvíhyggju kynjakerfisins er varðar kynhneigð, kyngervi, kynjahlutverk og kynvitund með tilliti til umfjöllunar Mimi Marinucci (2010) og Eve Sedgwick (1990) um hinsegin fræði. Þær spurningar sem ég leitaðist við að svara í rannsóknarferlinu voru m.a. hver væri upplifun og reynsla þeirra sem ekki finna sér stað í tvíhyggjuhugmyndum kyngervis, kyn(ja)hlutverka, kynvitundar og kynhneigðar? Hvernig liti það samfélag út sem tæki mið af reynslu og upplifun þeirra sem standa utan við hefðbundnar skilgreiningar samfélagsins á ofannefndum þáttum? Og hvernig myndu þessir sömu þættir koma fyrir sem æskilegur hluti af femínísku jafnréttissamfélagi?
    Ætlunin er að fjalla um mögulegt samfélag jafnréttis í málum kyngerva, kynhneigðar, kynvitundar og kynjahlutverka. Leiðarvísirinn að þeirri veröld liggur í miðjusetningu jaðarsettra viðhorfa og lífsreynslu hinsegin einstaklinga ásamt femínisma undir áhrifum margbreytileika. Í öðrum hluta er fjallað um fræðilega nálgun, aðferðafræði og niðurstöðu gagnaúrvinnslu.

  • Útdráttur er á ensku

    Aska, a gendered novel is a multi-disciplinary approach to academic theory and creative writing. I approach the subject from the feminist epistemology of Donna Haraway (1991), Sandra Haraway (1991) and Patricia Hill Collins (2000) with emphasis on the importance of marginalized standpoints in research along with the value of unorthodox approaches to methodology. Narrative has long been utilized by marginalized groups in knowledge production and validation due to their limited access to governing methods of knowledge creation. This thesis is an attempt to give unortodox methodology a rightful place within academic theory.
    The thesis is split in two parts. The first part is the first third of a novel partly based on interviews with 15 individuals who define themselves outside of the binary of the gendered system in the topics of gender, gender roles, sexual orientation and sexual identity, with particular regard for the writings of Mimi Marinucci (2010) and Eve Sedgwick (1990) on queer theory. The second part of the thesis covers theoretical approach, methodology and the research’s conclusions. The questions I intend to seek answers to are: what are the lived experiences of those who do not find their place within the binary concepts of gender, gender roles, sexual identity and sexual orientation and how would these factors appear as normalized in a feminist society?
    The intent is to discuss one possible form of an egalitarian society in regards to the aspects of gender, gender roles, sexual identity and sexual orientation. The path to that world lies in the centralizing of now marginalized paradigms and lived experiences of queer individuals along with the influences of intersectional feminism.

Samþykkt: 
  • 5.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_HRU_ASKA.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hertha.pdf425.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF