is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23193

Titill: 
  • Titill er á ensku After they turn on the screen : use of information and communication technology in an upper secondary school in Iceland
  • Eftir að skjárinn er ræstur : notkun upplýsinga og samskiptatækni í framhaldsskóla á Íslandi
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The main aim of is study is to seek to further the understanding of the influence of information and communication technology (ICT) in education at the beginning of the 21st century. The focus is on how teachers use ICT in their teaching and how students learn in an ICT environment. For this purpose the influence of ICT on teachers’ and students’ beliefs, actions, values and pedagogy were investigated.
    The theoretical underpinnings of the thesis are derived from four different discourses about the influence of ICT on education. Fox and Twining’s (2006) rationales for ICT use in education provide the context of the questions asked in the thesis, with reference to the more general discussion about the use of ICT in education. The framework of ten Brummelhuis and Kuiper (2008) draws attention to the various driving forces of ICT in relation to the learning processes, and Mishra and Koehler (2006) present an important perspective on the intersection and relationship between technological, pedagogical and content knowledge. Finally and foremost, the framework presented by Webb and Cox (2004) provides a fruitful theoretical base and guides the whole work, in particular as it emphasises the affordances that ICT offers and suggests how the teachers and students make use of it, very importantly on the basis of their knowledge and beliefs or attitudes.
    The study takes, as a point of departure, the use of ICT in an environment that can be expected to give an exemplary view of what is done at the frontier of ICT use, in a normal school environment. A case study was conducted at one upper secondary school, Menntaskólinn í Kópavogur (MK). At the beginning of the century MK was already a promising ICT school which supported an ICT educational environment. The school was chosen as it had a long history of initiatives in ICT use and the teachers, identified by the school authorities as active ICT users, also had a history of ICT use in their work. Their students were also approached as well as the school authorities. In total eight teachers and six students were interviewed, diaries from five teachers were analysed, activities in 12 class rooms were observed, students activity in the learning management system (LMS) and their grades from 12 classes were analysed and 89 students participated in a survey.
    The research questions relate to teachers’ and students’ knowledge, beliefs, values and behaviour; ICT affordances for learning activities and the teachers’ ICT pedagogical reasoning and the government and school ICT policies. In order to obtain as full a picture as possible a mixed-method design was used with both qualitative and quantitative methods for data gathering and analyses. This included interviews with teachers, students and the headmistress of MK, observations of classroom activities, teachers’ diaries and a questionnaire that was administered online to a group of students. In addition, students’ grades and log files from their LMS use, as well as information from the school website and public records were utilized and the author’s experience from running ICT development programmes in the school.
    The results from the different studies presented in this thesis give a picture of teachers, who apparently worked hard to integrate technology in their educational work, based on their technological pedagogical content knowledge. They wanted to develop ICT pedagogy further and faster and took the initiative in various directions, e.g., by using LMS, Internet, whiteboards, online communication, audio and video files and educational software. Also, they believed that change was needed in the school’s organisation to support the development. The school authorities fostered progress at the beginning, but later on were not able to support fully the initiatives of the most active teachers. Nevertheless these teachers carried on as they believed that it was beneficial to use ICT in education and they were convinced of its value. The ICT affordances presented by the teachers is an important determinant of ICT use and this thesis suggests that how they plan and implement ICT in their work is important to its development. Despite this, they believed that the outcome was not what they hoped for and in their view it was not only the school’s authorities and their fellow teachers that slowed down the development, it was also the students’ limited involvement.

  • Útdráttur er á ensku

    The students played a significant role, but in many respect a passive one. They did not make use of all the ICT affordances available to them although they were aware of many of the possibilities and acknowledged their usefulness. Thus it was an effort to involve some of them in many of the options available. The teachers appeared to be the driving force in the ICT development, aiming at involving the students in the whole spectrum of available options although the students seemed to take some of the ICT affordances for granted. The students saw the usefulness and advantage of ICT use and focused on ‘here and now’ utilization, but did not operate in a visibly proactive way. The teachers wanted to offer the students good ICT affordances, but nevertheless, in a rather traditional sense as they were bound to the national and the school curriculum and the school’s organisation of the education programmes.
    Drawing on the results and the theoretical background, the author recommends four components that should be explored further. Firstly, the educational component, such as the various rationales for ICT use and favourable beliefs, attitudes and values and pedagogical knowledge that are fundamental to a successful application of ICT in education. Secondly, the application component, as constant technical development requires relentless innovation and implementation of new possibilities. Thirdly, the training component, ICT tools are continuously offering new possibilities and affordances that both teachers and students need to be trained in to harvest for their work. Fourthly, and finally, the development component, noting that ICT in education is an on-going process that will not thrive without constant support.
    It is clear that implementing change is a complex process and in many ways cumbersome. It requires vision, sense of purpose, commitment, dedication and understanding of what education is about and acceptance that the change is both necessary and sensible. It requires a lot of work, especially as it involves change. In this process there is a need of a better cooperation between students and teachers; they all need to be fully aware, able to utilise, and apply new technology in the most effective and creative fashion.

  • Markmiðið með þessari ritgerð er að öðlast skilning á áhrifum upplýsinga og samskiptatækni (UST) á menntun í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar. Sjónum er beint að því hvernig kennarar nota UST í kennslu sinni og hvernig nemendur læra í umhverfi sem styður notkun á UST. Í þeim tilgangi voru skoðuð áhrif UST á viðhorf og skoðanir kennara og nemenda rannsökuð svo og kennsluaðferðir.
    Fræðilegur grunnur ritgerðarinnar byggist á fjórum meginlíkönum um áhrif UST á menntun. Í fyrsta lagi á rökstuðningi Fox og Twinings (2006) fyrir notkun UST í menntun, sem vísar til almennrar umræðu um notkun UST í menntakerfinu í samhengi við spurningar sem varpað er fram í ritgerðinni. Í annan stað er það líkan ten Brummelhuis og Kuiper (2008), sem dregur fram þá drifkrafta sem hafa áhrif á notkun UST í kennslu- og námferlinu. Í þriðja lagi er það líkan Mishra og Koehler (2006), sem leggur áherslu á tengsl milli tækni, kennslufræði og þekkingar á innihaldi náms. Síðast en ekki síst er það líkan Webb og Cox (2004), sem var mikilvægur grunnur verksins og leiðbeindi um framgang þess, einkum áhersla þeirra á möguleikana (e. affordance) sem felast í UST þar sem bent er á hvernig kennarar og nemendur nýta sér UST með áherslu á mikilvægi þekkingar þeirra, skoðana og viðhorfa.
    Útgangspunktur rannsóknarinnar var notkun UST í styðjandi skólaumhverfi og dæmi um framsækna notkun UST í hefðbundnu umhverfi. Um er að ræða tilviksrannsókn (e. case study research), þar sem tilvikið er einn íslenskur framhaldsskóli, Menntaskólinn í Kópavogi (MK). Skólinn var valinn því hann hafði langa sögu um frumkvæði í notkun UST og kennara sem voru virkir í notkun UST. Þátttakendurnir voru sex kennarar í MK, sem skólayfirvöld völdu, því þeir átti sér sögu um notkun UST í starfi sínu. Nemendur þeirra voru einnig þátttakendur sem og skólayfirvöld.
    Rannsóknarspurningarnar voru hannaðar með það að leiðarljósi að öðlast skilning á áhrifum UST á menntun í upphafi 21. aldarinnar. Þær varða þekkingu kennara og nemenda, viðhorf þeirra, gildi og atferli; þá möguleika sem notkun UST gefur til að virkja nemendur í námi, kennslufræðileg rök kennara stefnu stjórnvalda og skóla á sviði UST. Til þess að fá eins skýra mynd og unnt var af því hvað var gert í þessu jákvæða umhverfi, voru notaðar bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir við gagnaöflun og greiningu. Aðferðirnar fólu í sér viðtöl við átta kennara, sex nemendur og skólameistara MK, athugun í 12 skólastofum, greina dagbækur fimm kennara, greining á gögnum um notkun á kennslukerfi skólans og eindunum og rafræna spurningakönnun meðal 89 nemenda. Að auki voru skoðaðar einkunnir nemenda og virkni þeirra í kennslukerfinu sem og
    upplýsingar af vef skólans og úr opinberum gögnum. Reynsla höfundar af starfi við skólann s.s. við þróunarverkefni nýttist einnig.
    Niðurstöður úr þeim fjölþættu athugunum sem eru undirstaða þessarar ritgerðar gefa mynd af kennurum sem unnu hörðum höndum við að innleiða UST í starfi sínu. Þeir byggðu bæði á þekkingu sinni á kennslufræði UST og á tækninni sjálfri. Þeir vildu að kennsla með UST næði lengra en raun bar vitni og þróunin gengi hraðar fyrir sig. Þeir tóku frumkvæði á ýmsan hátt, t.d. með því að nota kennslukerfi (e. learning management system), og netið á fjölbreyttan hátt, rafrænar töflur (e. whiteboards), hljóð- og myndaskrár og ýmsan kennsluhugbúnað. Þeir töldu að breytinga væri þörf í skipulagi skólans til að styðja við hraðari þróun UST í námi og kennslu. Skólayfirvöld hvöttu til framfara í UST notkun og stuðluðu að henni í upphafi, en voru ekki tilbúin til að styðja að fullu frumkvæði þessara framsæknu kennara þar sem allur kennarahópurinn stóð ekki að baki þeim. Engu að síður héldu kennararnir áfram því þeir töldu vera gagnlegt að nota UST í kennslu. Möguleikar UST sem kennarar kynntu nemendum voru mikilvægir því þeir ákvörðuðu notkunina. Rannsóknin bendir til þess að mikið skipulag og ítarlega útfærð framkvæmd UST í starfi kennara sé mikilvægt í þróun UST í námi og kennslu. Þrátt fyrir þetta fannst kennurunum að niðurstaðan væri ekki sú sem þeir vonuðust til og að þeirra mati var það ekki ekki síður lítið frumkvæði nemenda sem hafði áhrif en skortu á stuðningi stjórnvalda skólans eða stuðningur annarra kennara.

  • Nemendur gegndu mikilvægu hlutverki, en að mörgu leyti voru þeir óvirkir, jafnvel þótt það kunni að hljóma sem mótsögn. Þeir nýttu sér ekki alla þá UST möguleika sem í boði voru þótt þeir væru meðvitaðir um þá og viðurkenndu notagildi þeirra. Það var því fyrirhöfn fyrir kennarana að fá þá til að nýta tiltæka valkosti UST. Kennararnir virtust þannig vera drifkrafturinn í UST þróuninni í MK með það markmið að fá nemendur til að nýta sér sem flesta valkosti, en oft virtust nemendur taka möguleika UST sem sjálfsögðum hlut. Þeir sáu notagildi og hagnýtingu UST og lögðu áherslu á nýtingu hér og nú, en virtust ekki nýta UST á framsækinn hátt. Kennararnir vildu bjóða nemendum upp á góða UST möguleika, en engu að síður í frekar hefðbundnum skilningi þar sem þeir voru bundnir við aðal- og skólanámskrá og námsskipulag skólans.
    Höfundurinn dregur fram fjóra þætti, byggða á niðurstöðunum og fræðilegum bakgrunni verksins, sem kanna ætti frekar. Í fyrsta lagi, ætti að draga betur fram og skoða menntunarþáttinn. Það felur í sér að gaumgæfa hin ýmsu rök fyrir notkun UST og æskilegar skoðanir, viðhorf, gildi og kennslufræðilega þekkingu, sem eru grundvallaratriði í árangursríkri beitingu UST í menntun. Í öðru lagi ætti að kanna notkunarþáttinn, en stöðug tækniþróun krefst hraðrar nýsköpunar og nýtingar nýrra möguleika. Í þriðja lagi, er nauðsynlegt að rannsaka þjálfunarþáttinn og hvernig honum er sinnt, en UST tæki bjóða stöðugt upp á nýja möguleika og tækifæri sem bæði kennarar og nemendur þurfa að vera þjálfaðir í að nýta í starfi sínu. Í fjórða lagi ætti að rannsaka þróunarþáttinn og hvernig honum er sinnt, en áhersla á UST í menntun er viðvarandi ferli sem mun ekki þrífast án stöðugrar nýbreytni og stuðnings við hana.
    Það er ljóst að innleiðing breytinga er flókið ferli og að mörgu leyti tímafrekt og þess vegna kostnaðar- og vinnufrekt. Það krefst framtíðarsýnar, markmiða, skuldbindingar, metnaðar og skilnings á því hvað menntun er og viðurkenningar á að breyting sé bæði nauðsynleg og skynsamleg. Það krefst mikillar vinnu, sérstaklega þar sem innleiðing felur í sér breytingu. Í þessu ferli er þörf á mikilli samvinnu nemenda og kennara sem þeir þurfa allir að vera fyllilega meðvitaðir um og vera færir um að nýta, og beita nýrri tækni á sem bestan og mest skapandi hátt.

Samþykkt: 
  • 9.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásrún MatthíasdóttirFinal 2015.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna