is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23194

Titill: 
  • Burðarþolsgreining á járnbentum steypustrendingum með stafrænni myndgreiningartækni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stafræn myndgreiningartækni (e. Digital Image Correlation eða DIC) er tiltölulega ný af nálinni og eru möguleikarnir miklir þegar kemur að verkfræðilegum rannsóknum. Háskóli Íslands festi nýlega kaup á búnaði til slíkrar greiningar og var helsta markmið þessa verkefnis að kanna notkunarmöguleika hans nánar. Verkefnið er liður í doktorsrannsókn Hauks J. Eiríkssonar við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Framkvæmd voru togpróf á K10 stálstöngum og járnbentum steypustrendingum þar sem meirihluti stálstanga var með sérhönnuðum ásoðnum endafestum. DIC-tæknin býður upp á greiningu eftir öllu ljósmynduðu yfirborði sýna öfugt við algengari aðferðir þar sem staðsetja þarf takmarkaðan fjölda mæla á fyrirfram ákveðnum stöðum. Þannig má framkvæma greiningu, t.d. á streitu, á hvaða svæði sem er og í allar áttir. Niðurstöður stálstanga leiddu í ljós að flot í stáli hefst á ákveðnu svæði og „rekur“ sig svo eftir teininum þar til slit átti sér loks stað sem var alltaf við endafestur þar sem þær voru til staðar. Þessar niðurstöður voru notaðar til samanburðar við greiningu á strendingum þar sem ályktað var að flot ferðist innan steypu sem sást meðal annars á miklum sprunguvíddum og einnig slitnaði stál við (innsteyptar) endafestur þrátt fyrir að brot myndaðist á miðlægum stað. Augljóst er að notkunarmöguleikar tækninnar eru miklir þó fullkomna þurfi prófunaraðferðina m.a. til að koma í veg fyrir truflanir vegna hreyfinga á ljósmyndavél og skekkjuáhrifa vegna linsu sem geta haft áhrif á greiningu sem þessa.

  • Útdráttur er á ensku

    Digital Image Correlation (DIC) technique is a relatively new approach for analysis with great possibilities when it comes to engineering research. The University of Iceland recently purchased equipment for such analysis and the main object of this project was to investigate in detail the possibilities the new technology offers in terms of analysis. The project was a part of Haukur J. Eiríksson doctorial research at the Faculty of Civil and Environmental Engineering. Tension tests were carried out for ribbed reinforcement bars (10 mm) and reinforced concrete members where the majority of reinforcement was custom made with thicker bars welded to each end. Unlike other common methods where extensometers need to be placed before testing the DIC-technique offers the possibility of analysis over the whole photographed surface of the test specimens. Analysis can therefore be performed in any area and in every direction. Results from the reinforcement tests revealed that yielding in steel begins in a certain area and then “travels” along the bar until breaking point, which was always at the welded bars when present. These results were used as comparison for the analysis of the concrete members where it was concluded that yielding travels inside the concrete which was supported by large crack widths and the fact that the steel broke at welded part of the reinforcement (inside the concrete) even though cracking occurred at an central location of the member. It is evident that the possibilities for further studies using this technology are endless but the testing method needs to be improved, e.g. to minimize errors due to movement of the camera and lens effects.

Samþykkt: 
  • 10.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Beta Gísladóttir.pdf3.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna