is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/231

Titill: 
  • Kennslurýni : raunhæft kennsluverkfæri?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið skiptist í tvo hluta þar sem annars vegar er umfjöllun um hugmyndafræði kennslurýnis og hins vegar er ítarleg greinargerð um framkvæmd á kennslurýnirannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar er að höfundar öðlist reynslu við að framkvæma kennslurýni ásamt því að athuga hvernig kennslurýni geti gagnast starfandi kennurum. Gerð var tilviksrannsókn þar sem tvær kennslustundir voru kenndar 27 nemendum í 9. bekk sem skiptust í tvo hópa. Eftir hvora kennslustund fyrir sig áttu sér stað umræðufundir um framgang kennslustundanna, gagnsemi kennslurýninnar og hvað mætti betur fara.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þátttaka kennara í framkvæmd á kennslurýni geri þeim kleift að vinna markvisst að skipulagningu og uppbyggingu kennslustunda. Þeir þjálfist í að ígrunda kennslu og endurskoða skipulag hennar ásamt því að verða faglegri í starfi. Að auki verða kennarar meiri sérfræðingar á því sviði sem þeir ákveða að taka sér fyrir hendur. Niðurstöðurnar benda jafnframt til þess að sá tími sem fer í kennslurýni rúmist innan þess vinnutíma sem kennarar hafa til umráða.

Samþykkt: 
  • 20.6.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf420.47 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Bæklingur.pdf1 MBOpinnBæklingurPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf126.26 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna