is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23201

Titill: 
  • Notkun samfélagsmiðla í íslenskukennslu á unglingastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu eru færð rök fyrir því að læsi á samfélagsmiðla sé mikilvægt fyrir unglinga og sýnt er hvernig hægt er að nýta slíka miðla í kennslu á unglingastigi. Fjallað er um þann fræðilega bakgrunn sem þarf að taka mið af þegar unnið er með texta sem teknir eru af veraldarvefnum. Grunnþáttunum læsi og sköpun eru gerð skil og hvernig þeir tengjast verkefnavinnu á Fésbók. Einnig veltir höfundur fyrir sér hvort verkefnavinna sem tengist Fésbók sé heppileg til að vekja áhuga nemenda á unglingastigi á íslenskri tungu.
    Þungamiðjan í verkefninu eru kennsluleiðbeiningar og verkefni tengd Fésbók sem höfundur hefur sjálfur útfært og aðlagað að kennslu á unglingastigi. Verkefnin eru valin með það fyrir augum að auka áhuga nemenda á námsgreininni íslensku, vekja þá til umhugsunar um þá texta sem birtast á samfélagsmiðlum og ýta undir samfélagslegt læsi sem getið er um í aðalnámskrá. Prentvæna útgáfu af verkefnunum má finna í viðaukum sem kennarar eru hvattir til að nýta sér og prófa í kennslu.

Samþykkt: 
  • 11.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ABCstyle8.pdf955.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna