is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23220

Titill: 
  • Kennsla samfélagsgreina með aðferðum leiklistar
  • Titill er á ensku Using drama to teach social studies
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leiklist hefur, frá innleiðingu hennar í Aðalnámskrá grunnskóla, átt á brattann að sækja í íslensku skólakerfi og hafa kennarar verið tregir til að nýta aðferðir hennar í kennslu sinni. Markmið þessa verkefnis er að auðga leiklistartengdan námsgagnagrunn og stuðla að aukinni notkun leiklistar í kennslu í íslenskum grunnskólum. Reynt er að draga úr því óöryggi, sem virðist ríkja meðal kennara þegar kemur að því að nota leiklist í kennslu, með því að leggja fram aðgengilegt leiklistartengt námsefni og hvetja til notkunar á því. Höfundur ákvað að semja tíu heildstæð kennsluferli fyrir öll aldursstig grunnskóla, fjögur fyrir yngsta stig, þrjú fyrir miðstig og þrjú fyrir unglingastig. Viðfangsefni ferlanna eru fengin úr samfélagsgreinahluta aðalnámskrár grunnskóla og spanna allar greinar hans: sögu, landafræði, þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, lífsleikni, heimspeki og siðfræði. Kennsluaðferðirnar eru að mestu sóttar í rann leiklistar. Ferlin eru sett fram í vef sem höfundur hannaði sérstaklega fyrir verkefnið með almenna grunnskólakennara í huga. Auk ferlanna ættu kennarar að finna á vefnum ýmsan fróðleik og vonandi gagnlegar leiðbeiningar um notkun leiklistar í kennslu.
    Með námsefninu fylgir greinargerð, en viðfangsefni hennar er fræðileg umfjöllun um leiklist í kennslu, ávinning af henni og mikilvægi listkennslu yfirleitt. Auk þess er farið yfir stöðu leiklistar í íslenskum grunnskólum, leiklist og samfélagsgreinarnar skoðaðar í ljósi aðalnámskrár grunnskóla og samþætting þessara tveggja greinasviða útskýrð og rökstudd. Að lokum er fjallað um áður nefnt námsefni og vefsíðu og rætt hvernig auka megi fjölbreytni í kennsluaðferðum í skólastarfi.

Athugasemdir: 
  • Námsefnið Leiklist í samfélagsgreinum er aðgengilegt á tengdri vefslóð.
Samþykkt: 
  • 17.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed._Greinargerð_BryndísYlfa.pdf639.83 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna