is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23221

Titill: 
  • Vjer hljótum að vera karlmönnum jafnbornar : áherslur í orðræðu kvenna í dag og fyrir einni öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er það að skoða áherslumun í orðræðu kvenna fyrir rúmri öld og í dag. Orðræða kvenna var skoðuð í upphafi þess tíma sem konur fóru að láta í sér heyra á opinberum vettvangi. Til dæmis í blaðagreinum, fyrirlestrum og ýmsum ritum. Svo var orðræða kvenna skoðuð í dag og voru þá aðalheimildirnar þeir 100 pistlar sem vefurinn Mbl.is fékk konur til þess að skrifa í tilefni af aldar afmæli kosningarréttar kvenna. Konurnar 100 skrifuðu hugleiðingar sínar á þessum tímamótum og upplifun þeirra af kosningaréttinum. Í niðurstöðukaflanum er síðan farið í stuttu máli yfir stöðu kvenna í dag til þess að skoða hvað hefur áunnist. Konur hafa náð að breyta ýmsu síðan þær hófu orðræðu sína á Íslandi fyrir rúmum hundrað árum en ennþá er margt sem þær eru ekki sáttar við. Kvenfélög byrjuðu að skjóta rótum á Íslandi um 1871. Konurnar sem stofnuðu kvenfélögin börðust fyrir menntun og réttindum bæði kvenna og barna. Félögin voru mikil hvatning og drifkraftur fyrir konur.
    Það sem var mest áberandi í orðræðu kvenna fyrir rúmri öld var hvatningin. Þá hvöttu konur aðrar konur til þess að láta heyra í sér því annars myndi aldrei neitt breytast í samfélaginu. Þær hömruðu á því við kynsystur sínar að þær þyrftu að afla sér menntunnar og fræðast um öll mál þjóðfélagsins svo þær gætu verið virkir þátttakendur í því. Það sem er mest áberandi í orðræðu kvenna nú á dögum er þakklæti fyrir það sem konur hafa barist fyrir í gegnum árin en á sama tíma eru þær óánægðar með stöðuna í dag og finnist margt ábótavant í jafnréttismálum.
    Orðræða – jafnrétti kynjanna

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this study is to look at the discourse of Icelandic women as it was one century ago and as it is today in order to see how it has changed. The researcher studied the discourse at its beginning when women were writing or speaking publically for the first time, for example, in newspapers, lectures or in magazines. Then the discourse of women today was looked at. The main sources are 100 articles that women wrote in celebration of the centenary of women’s suffrage in Iceland. The news media mbl.is asked these 100 women to write their meditations and their experience of the suffrage at this milestone.
    The conclusion chapter contains a brief overview of women’s position today in order to look at what has been achieved. Women have accomplished a lot since they began their discourse in Iceland more than hundred years ago but there is still a lot more that they want to
    change. The first women’s club was founded in 1871 and many more clubs were founded after that. The women in these clubs fought for children’s and women’s education and rights. The clubs were motivating and supporting for women. The motivation was the most prominent thing in the discourse of women a century ago. Women urged each other to speak up and educate themselves in order to be able to make changes and to be able to be active participants in Icelandic society. The most prominent
    aspect of women’s discourse today is gratitude for what other women fought for in the past.
    However, at the same time women are dissatisfied with their position today and they feel that there is need for improvement when it comes to gender equality issues.

Samþykkt: 
  • 17.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vjer hljótum að vera karlmönnum jafnbornar, BA verkefni.pdf723.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna