is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23247

Titill: 
  • „Maður staðnar ekki í þessum leikskóla“ : rannsókn á starfsánægju reyndra leikskólakennara
  • Titill er á ensku “You don´t stagnate in this preschool“ : a study about job satisfaction amongst experienced preschool teachers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með þessari rannsókn var að að varpa ljósi á þætti í starfsumhverfi leikskólakennara sem hafa áhrif á starfsánægju reyndra leikskólakennara og þá þætti í stjórnunarháttum leikskólastjóra sem hafa áhrif á starfsánægju leikskólakennara. Rannsóknin beindist að hvataþáttum sem hafa áhrif á starfsval. Spurt var hvort innri hvataþættir s.s. áhugi á börnum eða ytri hvataþættir á borð við vinnuaðstæður réðu þar mestu. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sjö reynda leikskóla¬kennara með fjölbreytta starfsreynslu innan leikskólageirans. Sett var sem skilyrði að viðmælendur hefðu að lágmarki 10 ára starfsaldur, þar af minnst 5 ár í sama leikskóla.
    Helstu niðurstöður gáfu til kynna að bæði innri- og ytri hvataþættir höfðu áhrif á starfsánægju leikskólakennara. Starfið sjálft er mikilvægur innri hvataþáttur, þar sem leikskólakennarastarfið er í eðli sínu fjölbreytt og lifandi starf, sambland af umönnun og kennslu barna. Viðhorf og gildi leikskólakennara eru einnig mikilvægir hvataþættir og gefa mynd af því hvernig þeir takast á við erfiðleika og hindranir í starfi. Niðurstöður benda einnig til að innri hvataþættir hafi áhrif á starfsval leikskólakennara. Ytri hvataþættir sem hafa áhrif á starfsánægju eru fyrst og fremst starfsmanna¬hald leikskóla og stjórnunarhættir leikskólastjórans.
    Af niðurstöðum má draga þá ályktun að starfsval sé mikilvægur hvataþáttur fyrir leikskólakennara og ánægja með starfsval geti aukið starfsánægju og stuðlað að lengri starfsferli. Einnig má ætla að með fleira fagfólki aukist fagmennskan í skólastarfinu og hafi jákvæð áhrif á starfsánægju leikskólakennara. Mikilvægi faglegs forystuhlutverks leikskóla¬stjórans kemur glöggt fram í máli viðmælenda og full ástæða er til að rannsaka hvernig þeir dreifa valdi og ábyrgð til aðstoðarleikskólastjóra og annarra kennara. Þar sem viðmælendur voru allt konur, væri einnig áhuga¬vert að rannsaka hvort starfsval sé mikilvægur hvataþáttur hjá karlkyns leikskólakennurum og hvort fjöldi fagfólks hafi áhrif á starfsánægju þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to shed light on the motivational factors in the preschool teacher´s working conditions, that influence job satisfaction amongst experienced preschool teachers and to learn which elements of the leadership practice affect job satisfaction. The study was also meant to discover which motivational factors influence choice of career; internal factors such as interest in children or external factors such as working conditions. Qualitative research methods were used whereby interviews were conducted with seven experienced preschool teachers. Selection criteria required participants to have a have a minimum of 10 years of work experience with at least 5 years at the same preschool.
    The main findings indicated that both internal and external motivational factors affected work motivation amongst preschool teachers. Characteristics of the job presented an important internal factor, as the preschool job is inherently diverse and vibrant. The teacher´s attitudes and values were also important motivational factors and painted a picture of how preschool teachers dealt with difficulties and barriers in their work. Results furthermore indicated that internal motivational factors affected participants’ choice of career. External motivational factors affecting job satisfaction were primarily related to the presence of manpower and the preschool principal’s leadership practices.
    From the findings, it could be inferred that choice of career is an important motivational factor for preschool teachers, as satisfaction with career choice can increase job gratification and contribute to a long career. The findings indicate that having more professional staff in preschools, not only increases professionalism but also enhances job satisfaction amongst preschool teachers. They moreover suggest that it is important to participants that the preschool principals show professional and confident leadership. One of the implications of these findings is that future research needs to focus on the way in which principals distribute power and responsibility to the vice principals or other teachers. Since participants were all women, it would moreover be interesting to study whether choice of career is an equally important motivational factor in male kindergarten teachers and whether the number of professionals enhances their job satisfaction.

Samþykkt: 
  • 25.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Maður staðnar ekki í þessum leikskóla_Skemman_8.10.pdf724.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna