is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23270

Titill: 
  • Sextíu og þrír og plús sextíu og fjórir plús tuttugu og tveir : greining á talnaskilningi barna í 1. bekk í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa meistaraprófsverkefnis var að kynna mér hvernig talnaskilningur barna þróast og hvernig börn hugsa um tölur í 1. bekk grunnskólans. Talnaskilningur er mikilvægur þáttur í stærðfræðinámi og til að ná góðum árangri í stærðfræði þurfa börn að hafa góðan talnaskilning.
    Ég ákvað að nálgast viðfangsefnið með því að lesa mér til um rannsóknir á talnaskilningi barna og gera rannsókn á talnaskilningi sjö drengja í 1. bekk grunnskóla. Numicon námsgögn voru notuð í rannsókninni þar sem þau eru hönnuð til að efla talna- og aðgerðarskilning barna.
    Rannsókn þessi var framkvæmd í nóvember 2014 og í janúar 2015 í grunnskóla á höfuðborgasvæðinu. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og fór ég í nokkrar vettvangsheimsóknir til að leggja stærðfræðiverkefni fyrir drengina. Þeir notfærðu sér Numicon námsgögn til stuðnings við lausn verkefnanna. Hver vettvangsheimsókn var tekin upp á myndband, sem síðan voru notuð við greiningu á talnaskilningi drengjanna. Drengirnir áttu meðal annars að nota Numicon form til að sýna fjölda og bera saman stærðir, til að ég gæti áttað sig á hvernig drengirnir hugsuðu um tölur og hver talnaskilningur þeirra væri. Verkefnin voru þannig uppbyggð að hver og einn leysti Numicon verkefni sín og í lokin sögðu þeir hver öðrum frá og sýndu hvernig þeir höfðu unnið þau. Nokkrir drengir tóku upp aðferð sem aðrir voru búnir að þróa, sem var mjög áhugavert að fylgjast með. Greinilegt var að það voru tveggja stafa tölur sem drengirnir voru að glíma við að ná skilningi á og aðgengi að gögnunum gerði þeim kleift að útskýra fjölda, sem þeir hefðu annars átt erfitt með að útskýra eingöngu með orðum.
    Megin niðurstöður rannsóknarinnar benda til að Numicon námsgögn séu gagnleg hjálpargögn fyrir börn til að sýna skilning sinn á fjölda og tölum og ræða saman um hann. Því má álykta að hægt sé að nýta gögnin í frekari rannsóknir á talnaskilningi barna í 1. bekk grunnskóla.

Samþykkt: 
  • 27.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sæbjörg_Erla_Árnadóttir.pdf2.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna