is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23272

Titill: 
  • Mín skoðun skiptir máli : þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig nemendum gengur að taka þátt í skólaráði en ákvæði voru sett í grunnskólalögin 2008 sem kváðu á um að nemendur ættu fulltrúa í skólaráði. Skólaráð fjallar meðal annars um skólanámskrá sem og innra starf skólans. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga sem gætu nýst til að efla þátttöku nemenda í skólaráði auk þess að skapa þekkingu á reynslu og viðhorfum skólastjórnenda og nemendanna sjálfra til framkvæmdar laganna. Í rannsókninni voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir, vettvangsathugun og opin viðtöl. Vettvangsathugun fór fram í fjórum grunnskólum og opin viðtöl voru tekin við fjóra skólastjóra og sex nemendur. Gögnin voru skoðuð í ljósi þátttökustiga Harts og kenninga Deweys um reynslu og lýðræði í skólastarfi.
    Niðurstöður leiddu í ljós að skólastjórar höfðu jákvæða reynslu af skólaráði en skiptar skoðanir voru um þátttöku nemenda. Nemendur höfðu ólík viðhorf til reynslu sinnar en sögðust upplifa óöryggi, óvissu eða kvíða á fyrsta fundi skólaráðs. Með aukinni reynslu jókst öryggi nemenda á fundum skólaráðs og skilningur þeirra á starfsemi skólans. Bæði skólastjórar og nemendur upplifðu stundum valdaójafnvægi á fundum skólaráðs. Stuðningur og hvatning skólastjóra og áherslur hans á gagnkvæma virðingu og lýðræðislega samvinnu voru veigamiklir þættir í virkni nemenda. Allir þessir þættir stuðluðu að valdeflingu nemenda í skólaráði. Niðurstöður benda til að ýmsar áskoranir séu við framkvæmd laga og reglugerðar um skólaráð. Meðal annars eru óljósar reglur um val nemendafulltrúa og kynning á skólaráði er takmörkuð. Vonast er til að niðurstöður þessarar rannsóknar geti nýst skólayfirvöldum og hagsmunaaðilum til að efla þátttöku nemenda í skólaráðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The scope of the research was to evaluate how students are coping with being a part of school councils. According to the education Act for elementary schools from 2008 students are required to participate in school councils. The school council agenda covers the syllabus and other issues affecting the school operation. The purpose of the research was to gather information that could be useful in enhancing the student´s participation in school councils in addition to creating information on the experiences and views of the corresponding principals and students to the new Act. The research was based on qualitative research methods, field research and unstructured interviews. The field research covered four elementary schools and unstructured interviews which covered four principals and six students. Collected data was analyzed and compared to Harts Ladder of Participation and Dewey´s theories of experience and democracy in schools.
    Results indicate that principals interviewed had good experience of school councils but they had different views on student’s participation. The students expressed a different view of their experience of their first council meeting showing signs of insecurity, uncertainty and anxiety. As student’s expericene grew their understanding of the school operation improved along with their confidence. Occasionally during meetings principals and students noticed tangible hierarchical relationship present. Support and encouragement from the principals and their focus on mutual respect and democratic partnership was evident as an important factor in the student’s participation. All of these factors contributed to empowering the students. The study indicates that various challenges are evident for proper implementation of school councils. Among other things there are unclear guidelines about stundent’s selection and school councils presentation is insufficient. The intention is that this research will be beneficial to school authorities and other stakeholders in improving the student’s participation in school councils.

Samþykkt: 
  • 27.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna