is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > PhD (-2016) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23278

Titill: 
  • Titill er á ensku Improvement of the governance and management of Icelandic public projects
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er hagnýting verkefnastjórnunar, og skyldra fagsviða, til að tryggja hagkvæmni og skilvirkni opinberra verkefna á Íslandi. Fjallað er um hvernig verkefnastjórnun og stjórnsýsla (governance) hafa þróast saman á alþjóðavettvangi til að tryggja hagsmuni almennings vegna opinberra fjárfestingaverkefna. Hin alþjóðlega þróun er borin saman við það fyrirkomulag sem í lög hefur verið leitt og almennt tíðkast á Íslandi.
    Ritgerðin er borin uppi af fimm lauslega tengdum rannsóknaverkefnum unnum innan rannsóknaráætlunar sem kallast Improvement of the Public Project Lifecycle. Fyrst er greint frá hvernig staðið er að hagkvæmniathugunum (feasibility studies) vegna opinberra verkefna borið saman við bestu aðferðir (best practice) eins og þær eru skilgreindar á alþjóðavettvangi. Aðstoðarmaður við rannsóknina var Hafliði Richardsson. Í annan stað er hið opinbera regluverk (formal governance framework), sem styður við stjórnun opinberra verkefna á Íslandi, borið saman við starfshætti í Bretlandi og Noregi, annars vegar, og alþjóðleg viðmið hins vegar (Project Management Body of Knowledge - PMBOK®). Aðstoðarmaður við rannsóknina var Andri Már Reynisson. Þá er ætluð (self perceived) áhættuafstaða (risk attitude) þingmanna borin saman við ætlaða áhættuafstöðu stjórnenda í einkageiranum. Í fjórða lagi er gerð tilviksrannsókn á Vaðlaheiðargöngum og spurt hvort ætla megi að verkefnið hefði hlotið framgang í Noregi hefðu gögnin, sem virðast hafa verið ein forsenda ríkisábyrgðar á framkvæmdinni, verið lögð fram þar í svipuðum tilgangi? Aðstoðarmaður við rannsóknina var Helgi Vignir Bragason. Loks voru gögn frá Vegagerðinni notuð til að byggja upp forspárlíkan og spurt hvort að nýleg forspáraðferð (reference class forecasting) geti dregið úr líkum á framúrkeyrslu kostnaðar? Aðstoðarmaður við rannsóknina var Eyrún Ösp Eyjólfsdóttir.
    Niðurstöðurnar, sem birtar eru í ritgerðinni, benda til að verulegt svigrúm sé til staðar til að styrkja íslenska stjórnsýslu hvað varðar undirbúning og stjórnun opinberra verkefna.
    Íslenskt regluverk og vinnubrögð standa umtalsvert að baki því sem búast mætti við í þróuðu ríki.
    Loks eru lagðar fram tillögur um hvernig má nýta tækifærið til umbóta, sem varpað er ljósi er á í ritgerðinni, og hvernig mætti færa til betri vegar stjórnun og stjórnsýslu þar sem þess er þörf.

Samþykkt: 
  • 30.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IPPL Thordur finalfinal jan 2015.pdf2.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna