is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23279

Titill: 
  • Tjaslað og baslað : fræðileg skrif háskólanema og jafningjaráðgjöf i ritveri
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Víða um heim hafa háskólakennarar áhyggjur af slakri ritunarfærni háskólanema og takmarkaðri þekkingu þeirra á fræðilegum skrifum. Brugðist hefur verið við þessu, meðal annars með því að stofna ritver við háskóla og þróa starfsemi þeirra. Ritver eru stoðþjónusta þar sem háskólanemar geta fengið ráð um ritun fræðilegs texta. Slíkt ritver var stofnað á Menntavísindasviði árið 2009. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt: 1) Greina hvernig háskólanemum gengur að sýna sjálfstæði við úrvinnslu og meðhöndlun heimilda og nýta efni þeirra í bland við eigin rödd í skriflegum verkefnum. 2) Kanna hvað ritverið getur gert til að auðvelda nemum sem þangað leita að takast á við skrifleg verkefni í námi. Notuð var eigindleg og megindleg rannsóknaraðferð en greindir voru textar í lokaverkefnum frá Uppeldis- og menntunarfræðideild frá árunum 2012 og 2013 og tekin viðtöl við nemendur sem hafa fengið jafningjaráðgjöf í ritveri Menntavísindasviðs. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á það hvort og þá hvernig áherslubreytinga sé þörf svo deildin útskrifi öruggari og sjálfstæðari höfunda. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslenskir háskólanemar eigi í svipuðum vanda í tengslum við fræðileg skrif og háskólanemar annars staðar í heiminum. Margir höfundar þeirra verkefna sem voru í megindlega úrtakinu áttu í erfiðleikum með að láta eigin rödd koma fram þegar þeir fjölluðu um efni úr heimildum. Heimildanotkun þeirra einkenndist af löngum endursögnum, oft heilum efnisgreinum, úr sömu heimild með tilvísun í lokin. Niðurstöðurnar benda jafnframt til þess að jafningjaráðgjöf í ritveri geti hjálpað þeim að skilja til hvers er ætlast af þeim og gert þá að öruggari og sjálfstæðari höfundum. Rannsóknin gefur til kynna að við kennslu fræðilegra skrifa ætti að auka áherslu á heimildaúrvinnslu og að jafningjaráðgjöf í ritveri geti verið góð viðbót við þá kennslu og stuðning sem nemendur fá frá kennurum.

Samþykkt: 
  • 30.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Tómasdóttir_Tjaslað og baslað.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna