is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23281

Titill: 
  • Samanburður á árangri í fjölþrepaprófi og samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði út frá fæðingarmánuðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skólakerfinu á Íslandi er þannig háttað að börn hefja grunnskólagöngu sína á sex ára almanaksári, það er aðeins hluti barna í 1. bekk sem hefur átt afmæli þegar skólagangan hefst. Það getur verið næstum eins árs munur á milli barna og þessi munur skiptir miklu máli fyrir getu barna og unglinga í bóklegu og verklegu námi.
    Tilgangur með þessari rannsókn var að skoða tölulegar niðurstöður úr samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði hjá 4., 7. og 10. bekk eftir fæðingarmánuði, einnig að skoða niðurstöður úr fjölþrepaprófi hjá 5., 7. og 10. bekk eftir fæðingarmánuði í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ.
    Nemendur sem fæðast á síðasta ársþriðjungi ná slakari árangri en nemendur fæddir á fyrsta og öðrum ársþriðjungi í 4. bekk en munurinn er ekki marktækur. Nemendur í 5. bekk sem fæðast á síðasta ársþriðjungi ná marktækt betri árangri í fjölþrepaprófi en nemendur fæddir á fyrsta ársþriðjungi. Nemendur í 7. bekk sem fæðast á fyrsta ársþriðjungi fengu marktækt hærri einkunn í íslensku og stærðfræði en nemendur sem eru fæddir á síðasta ársþriðjungi, hins vegar var engin marktækur munur úr fjölþrepaprófi á milli fæðingarmánaða í 7. bekk. Það var engin marktækur munur eftir fæðingarmánuði í samræmdum prófum í 10. bekk. Nemendur fæddir á síðasta ársþriðjungi ná betri árangri úr fjölþrepaprófi í 10. bekk heldur en nemendur fæddir á fyrsta og öðrum ársþriðjungi en munurinn er ekki marktækur.
    Niðurstöður úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk gefa til kynna að nemendaskipting í skólakerfinu á Íslandi er ekki þeim nemendum í hag sem fæðast á síðasta ársþriðjungi, en munurinn er hins vegar óljós í 10. bekk. Ekkert gefur til kynna að fæðingardagsáhrif séu til staðar í fjölþrepaprófi í 5., 7. og 10. bekk.

Samþykkt: 
  • 30.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurður Gunnar Sævarsson - háskólaprent b5 nýtt.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna