is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23287

Titill: 
  • Gullgerðarlist nútímans : myndlist og menntun allrar manneskjunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er M.Ed.-ritgerð í uppeldis- og menntunarfræði. Hún er heimildaritgerð en byggir ekki á rannsókn. Markmið ritgerðarinnar er að vekja athygli á því að myndlistarkennsla í grunnskólum býr yfir merkilegum fjársjóði til menntunar sem mér þykir vannýttur. Það er því hlutverk þessa verkefnis að vekja máls á þessu og setja það fram á þann hátt að það varði okkur öll. Ritgerðin fjallar um muninn á menntun og fræðslu, skoðar hvað felst í því að alast upp og vera borgari í lýðræðissamfélagi og síðan er leitast við að sýna fram á að menntun í myndlist á í fórum sínum gagnleg verkfæri til menntunar og lýðræðis.
    Mér til hjálpar leita ég fanga hjá eftirtöldum fræðimönnum: John Dewey, Guðmundi Finnbogasyni, Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, Anne Bamford, Ólafi Páli Jónssyni, Páli Skúlasyni og Olivia Gude. Einnig styðst ég við laga-setningar, Aðalnámskrá grunnskóla (2011) og rit um grunnþætti menntunar sem Námsgagnastofnun gaf út árin 2012 og 2013. Einnig set ég fram tvo meistara í myndlistinni, Tuma Magnússon og Joseph Beuys. Eitt verk eftir hvorn þeirra er til umfjöllunar í þeim tilgangi að ná betur að tengja viðfangsefnið menntun og lýðræði.

Samþykkt: 
  • 1.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lind Völundardóttir.pdf969.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna