is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23297

Titill: 
  • Grunnur að heilsustefnu fyrir Brim hf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Töluverð umræða hefur verið um heilsu og heilsueflingu á undanförnum árum hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Af hverju hafa ekki fleiri fyrirtæki en raun ber vitni markað sér heilsustefnu til framtíðar? Markmið: Meginmarkmið verkefnisins er að gera grunn að heilsustefnu fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. Þá þarf að svara þeirri spurningu hvers vegna það skiptir máli fyrir fyrirtæki eins og Brim hf. að gera og hafa heilsustefnu? Aðferð: Tekin voru viðtöl við forstjóra og útgerðarstjóra Brims hf. og lagðir spurninga- og gátlistar fyrir stjórnendur. Víða var leitað fanga við gerð verkefnisins í heimildaöflun m.a. í fræðiritum, bókum, heimasíðum o.fl. Niðurstöður og umræða: Niðurstöður úr viðtölum og rannsóknarvinnu sýndu ótvírætt að mati höfundar að þörf er á gerð heilsustefnu fyrir fyrirtækið Brim hf. Fá fyrirtæki hafa gert heilsustefnu og því ljóst að verkefnið getur komið öðrum fyrirtækjum en Brim hf. að notum í framtíðinni. Í umræðum koma fram hugmyndir og tillögur höfundar að grunni heilsustefnunnar. Ályktun: Mikilvæg og mörg tækifæri liggja í vandaðri heilsustefnu fyrir sjávarútvegfyrirtæki eins og Brim hf. Það á að vera hægt að ná fram töluverðri hagræðingu í rekstrinum, fá enn ánægðara starfsfólk og nærsamfélagið allt nýtur góðs af.
    Lykilorð: Heilsa, heilsustefna, heilsuefling, vinnustaðir, starfsfólk, starfsmannastjóri, kostnaður.

Athugasemdir: 
  • Ekki til prentað eintak.
Samþykkt: 
  • 2.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-skil-Pálmi.pdf797.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna