is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23300

Titill: 
  • Hvernig bjargar maður heiminum? Skapandi kennsluefni í umhverfis- og auðlindafræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta M.Ed. verkefni er kennsluefni í umhverfis- og auðlindafræði fyrir framhaldsskólanemendur sem er ætlað að ýta undir skapandi starf. Kennsluefnið er í formi frásagnar sem leiðir lesandann inn í heim umhverfis- og auðlindafræðinnar. Efninu er fylgt úr hlaði með greinargerð þar sem farið er yfir markmiðið með henni og mikilvægi verkefnisins. Í greinargerðinn er einnig sagt frá því hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu og hún studd rökum, einkum kennslufræðilegum og siðfræðilegum. Þar er einnig fjallað stuttlega um skapandi kennsluhætti, nýsköpunarmennt og reynslunám.
    Sagan Hvernig bjargar maður heiminum? segir frá því hvernig tveir framhalds- skólanemendur, Daníel og Snjólaug, kynnast í gegnum verkefnavinnu í umhverfis- og auðlindafræði. Lesandinn fær innsýn í daglegt líf þeirra um leið og stórum spurningum um tilvist mannsins á jörðinni er laumað inn í textann. Lesandinn verður jafnframt vitni að því hvernig Daníel og Snjólaug skilgreina umhverfis- og auðlindavanda, leita sér upplýsinga, lesa sér til um málefnið og loks hvernig þau takast á við þessi flóknu mál. Í kennsluefninu er einnig að finna skapandi verkefni fyrir lesendur eða nemendur sem hægt er að nýta við kennslu.

Samþykkt: 
  • 4.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig fræði.pdf726.57 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Hvernig saga.pdf1.62 MBOpinnKennsluefni - sagaPDFSkoða/Opna