is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23308

Titill: 
  • Stuðningur við sjálfræði nemenda í íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókn þessari er að varpa ljósi á stuðning við sjálfræði (e. autonomy support) nemenda í skólastarfi og að öðlast skilning á starfsháttum sem styðja sjálfræði nemenda og þeim þáttum í skólastarfi sem hindra slíkan stuðning. Verkefnið er af tvennum toga. Annars vegar er sjónum beint að starfsháttum í 7.– 10. bekk grunnskóla þar sem kannað var hvernig stuðningi við sjálfræði er háttað. Hins vegar fjallar rannsóknin um það hvernig aðstæður sem styðja og efla sjálfræði nemenda eru skapaðar í skólastarfi og hvaða þættir hindra að slíkar aðstæður séu skapaðar.
    Í þessari rannsókn merkir sjálfræði nemenda að athafnir þeirra séu í samræmi við eigin vilja og sannfæringu. Til þess þurfa þeir að vera færir um að taka ákvarðanir um eigið nám og skólastarf og fá svigrúm til að geta gert það. Stuðningur við sjálfræði vísar í þessari rannsókn til þess hvaða aðstæður eru skapaðar í skólastarfi (formgerð, andrúmsloft, svigrúm) til að styðja sjálfræði nemenda.
    Aðalrannsóknarspurningin er: Hvernig er stuðningi við sjálfræði nemenda í 7.–10. bekk grunnskóla háttað? Til nánari útlistunar:
    1. Hvernig birtist stuðningur við sjálfræði nemenda í skólastarfi?
    a. Hver er upplifun nemenda á sjálfræði sínu í skólastarfi og að hvaða marki er stutt við það?
    b. Hvernig birtist stuðningur við sjálfræði nemenda eftir aldri og kyni nemenda?
    c. Hver eru tengsl ánægju og áhuga á námi við stuðning við sjálfræði í grunnskólastarfi á Íslandi?
    2. Hver eru einkenni starfshátta í skólum þar sem sjálfræði nemenda er vel stutt í samanburði við starfshætti í skólum þar sem sjálfræði er lítið stutt?
    3. Hverjar eru hugmyndir kennara um sjálfræði og hvert er mat þeirra á því hvaða þættir í skólastarfinu styðji við sjálfræði og hvað hindri það?
    Notaðar eru samþættar rannsóknaraðferðir. Nemendur í 7.–10. bekk í 14 skólum og kennarar á mið- og unglingastigi í 20 skólum svöruðu spurningalistakönnunum, tekin voru hálfopin viðtöl við kennara og nemendur í sömu skólum og unnið úr vettvangsathugunum sem gerðar voru í kennslustundum hjá viðkomandi kennurum og nemendum.
    Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar var sóttur í jákvæða sálfræði og sjálfsákvörðunarkenningar. Þessar hreyfingar sækja jafnframt í hugmyndir farsældarhyggjunnar um velfarnað, þar sem litið er á sjálfræði sem grundvöll sálfræðilegrar hámarksvirkni og því grunn að góðu lífi.
    Niðurstöður um það hvernig stuðningi við sjálfræði er háttað á mið- og unglingastigi eru í meginatriðum þær að stuðningur við sjálfræði er víða lítill og ekki í samræmi við það sem Aðalnámskrá grunnskóla, grunnskólalög og alþjóðasamþykktir kveða á um. Hins vegar er mikill munur á milli skólanna í því hvernig stutt er við sjálfræði. Þannig reyndist mikill munur bæði á kennslu- og starfsháttum og einnig á viðhorfum í skólum eftir því hversu mikið þeir studdu sjálfræði nemenda. Þetta endurspeglaðist í ólíkri skólamenningu og formgerð sem styður ólík vinnubrögð og viðhorf. Annars vegar einkenndust starfshættir af verkefnamiðaðri skólamenningu sem felst í því að kennarar leggja áherslu á vinnuferli nemenda, að þeir leggi sig alla fram um að leysa verkefni, og hins vegar af getumiðaðri skólamenningu þar sem dreginn er fram munur á getu nemenda og þannig stuðlað að samkeppni þeirra á milli. Einnig voru starfshættir greindir í ljósi líkans sem sýnir hvar rammar þurfa að vera skýrir og á valdi kennarans og hvar nemendur þurfa að hafa áhrif til að ná sem bestum árangri.
    Í samræmi við fyrri rannsóknir mátti greina fremur lítinn en marktækan mun í þá veru að eldri nemendur upplifi minni stuðning við sjálfræði en þeir yngri og strákar minni en stelpur. Einnig staðfestir rannsóknin tengsl stuðnings við sjálfræði og velfarnaðar.
    Varpað var ljósi á ýmsa ytri þætti sem kennarar telja að hindri þá í því að styðja sjálfræði nemenda; svo sem kerfislegar kröfur, takmarkaðar bjargir og ósveigjanlegt skipulag sem gerir illmögulegt að mæta einstaklingsþörfum. Innri hindranir, eða hugmyndalegar hindranir í vegi náms og skólastarfs vógu þó þyngra og voru þær greindar eftir hugmyndum Bernsteins um uppeldislega orðræðu. Greining kennsluorðræðunnar sýndi að við þurfum að efla nýja þekkingu með kennurum og nemendum um formgerð sem skapar aðstæður fyrir eflingu sjálfræðis nemenda. Stýringarorðræðan um fræðslu sem meginmarkmið náms og getumiðaða skólamenningu heldur aftur af breytingum og hindrar stuðning við sjálfræði.
    Fræðilegt framlag rannsóknarinnar er það að sjónum er beint að hugtakinu sjálfræði í skólastarfi og skilningur er aukinn á starfsháttum, viðhorfi, skólamenningu og formgerð sem styður sjálfræði. Einnig felst það í aukinni þekkingu á því hvernig stuðningi við sjálfræði er háttað á mið- og unglingastigi í íslenskum grunnskólum. Þá er rannsóknin framlag til aukinnar þekkingar á því hvað hindri kennara í að ýta undir sjálfræði nemenda sinna. Hið fræðilega framlag þessarar rannsóknar er um leið hagnýtt því að það ætti að gagnast starfandi kennurum og skólastjórnendum og ekki síst aðilum sem standa að kennaramenntun

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study is to throw light on autonomy support of students in their daily school-work and to gain an understanding of school practices that support students’ autonomy as well as those aspects of the school‘s operation that limit or impede such support. There are two parts to the study. First the focus is directed towards school practices in grades 7-10 in Icelandic compulsory schools where manifestations of autonomy support were examined. Secondly the study examines how specific practices and contexts that support students‘ autonomy are created in school and what factors stand in the way of the creation of such practices and contexts.
    In this study, the concept ‘students‘ autonomy’ denotes that students‘ behaviour conforms to their own conviction. For that to happen they need to be able to make decisions about their own education and school-work and be given scope to do so. ‘Autonomy support‘ refers to conditions that are created and measures taken in the school (structure, atmosphere, space) for the purpose of facilitating the students’ autonomy.
    The main research question is: How is students‘ autonomy supported in grades 7-10 in Icelandic compulsory schools? More precisely:
    1. How does support for students‘ autonomy appear in school practices?
    a. How do students experience their autonomy in school activities and to what extent do student feel that their autonomy is supported?
    b. Is there evidence of difference in autonomy support according to age and gender of students?
    c. What is the connection between autonomy support in Icelandic compulsory schools and students’ well-being in school and interest in their studies?
    2. What are the specific features of practices in schools that provide autonomy support compared to those that place little emphasis on autonomy support?
    3. What are teachers’ ideas concerning autonomy and what is their view of which aspects of school practices support autonomy and which aspects limit or impede it?
    Mixed research methods were used. Students in grades 7-10 in 14 compulsory schools and middle and upper grade teachers in 20 schools answered questionnaires; semi-structured interviews were conducted with teachers and students in the same schools, and field observations carried out in classrooms of the same teachers and students were analysed.
    The theoretical framework of this study derives from positive psychology and self-determination theories. These schools of thought in turn draw on ideas of eudaimonism regarding well-being, according to which autonomy is the ground for maximizing the individual’s psychological potential and therefore the foundation of a good life.
    The findings of the study regarding the ways in which students‘ autonomy is supported in middle and upper grades in compulsory schools, suggest that an emphasis on autonomy support is generally minimal and often incompatible with the directives of the National Curriculum, laws on compulsory schools and international conventions. However, manifestations of autonomy support vary greatly between schools. There was vast difference between both teaching methods and classroom practices and attitudes of school personnel according to the degree of autonomy support in each school. These were reflected in different cultures and structures supporting different practices and attitudes. School practices were characterised on the one hand by task-orientated school culture, where teachers emphasise work processes; that students try their utmost in completing their tasks. On the other hand school practices were characterised by an ability-orientated school culture, in which difference in students‘ abilities was highlighted, thus encouraging competition. School practices were further analysed with reference to a model that indicates where pedagogic frameworks need to be clear and controlled by the teacher and where students need to make an impact in order to achieve best results.
    In line with previous research older students experienced less autonomy support than younger students and boys experienced less support than girls. The study furthermore confirms the relationship between autonomy support and well-being.

  • Útdráttur er á ensku

    The research shed light on a number of external factors that teachers think prevent them from providing their students with proper autonomy
    11
    support such as systemic requirements, limited resources and inflexible structures which make it well-nigh impossible to meet students‘ individual needs. However, internal limitations or ideologies standing in the way of learning and school practices played a larger role and were analysed in light of Bernstein’s theories of pedagogic discourse. The analysis of instructional discourse shows that we need to bolster new knowledge with teachers and students of the structures that can create appropriate conditions for enabling and strengthening student’s autonomy. Moreover the regulative discourse which views dissemination of knowledge as the main aim of education and an ability-orientated school culture can hamper change and obstruct autonomy support.
    The theoretical contribution of the study is the particular attention directed towards the concept of autonomy in school-work and understanding is increased of those school practices, views, cultures and structures that support students’ autonomy. The contribution also involves increased understanding of the ways in which autonomy support manifests itself in the middle and upper levels of Icelandic compulsory schools. Moreover, the research offers increased knowledge of the factors that hinder teachers in attempts to empower their students‘ sense of autonomy. The theoretical contribution of the study is at the same time practical given that the findings will prove useful for practising teachers and school managers and not the least those engaged in teacher education.

Samþykkt: 
  • 7.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Vala Kaldalóns_loka frá Háskólaprent.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna