ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2331

Titill

Kosta Ríka. Herlaus velmegunarþjóð í stríðshrjáðu umhverfi

Útdráttur

Markmið þessarar ritgerðar er að skýra hvernig herlausa smáríkið Kosta Ríka í Mið-Ameríku hefur getað tryggt sig gegn ógnum stríðshrjáðra nágrannaríkja sinna og orðið eitt friðsælasta og þróaðasta ríkið í rómönsku Ameríku. Til þess að gera það verður farið í helstu kenningar alþjóðasamskipta, stofnanakenningar og raunsæiskenningar sérstaklega. Skoðað verður hvaða ógnir hafa steðjað að ríkinu í gegnum tíðina og hvernig þau mál voru leyst. Leitast verður við að nota stofnanakenningar til að skýra úrlausnir deilumála Kosta Ríka við nágrannaríki sín. Farið verður í lýðræðisþróun ríkisins, en Kosta Ríka er eitt stöðugasta lýðræðisríki rómönsku Ameríku. Þær aðferðir sem voru notaðar við gerð ritgerðarinnar voru söfnun heimilda um Kosta Ríka, lýðræðisþróun þess og deilum ríkisins við nágrannaríki sín. Eins var farið í helstu kenningar alþjóðasamskipta og stofnanakenningar notaðar til að skýra stöðu ríkisins. Einnig voru helstu alþjóðastofnanir heims skoðaðar og aðild Kosta Ríka að þeim. Bandaríkin hafa löngum haft mikil ítök í rómönsku Ameríku, því verður farið í samskipti stórveldisins við rómönsku Ameríku og samskipti þess við Kosta Ríka sérstaklega. Niðurstöðurnar eru þær að í krafti alþjóðastofnana og alþjóðalaga geti herlausa smáríkið Kosta Ríka verið óáreitt í stríðshrjáðu umhverfi.

Samþykkt
29.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BAHH_fixed.pdf289KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna